Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   lau 19. júlí 2025 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Burnley missir af Sargent
Mynd: EPA
Burnley virðist vera búið að missa af Josh Sargent eftirsóttum framherja Norwich City.

Enskir og þýskir fréttamiðlar greina frá því að viðræður Norwich við Wolfsburg séu á lokastigi. Þýska félagið er að ganga frá kaupum á Sargent fyrir 21 milljón punda.

Sargent heldur aftur í þýska boltann þar sem hann var hjá Werder Bremen í fjögur ár áður en hann gekk til liðs við Norwich.

Á síðustu tveimur tímabilum hefur Sargent skorað 31 mark í 55 leikjum í Championship deildinni með Norwich. Hann er næst markahæstur allra leikmanna í deildinni þegar síðustu þrjú tímabil eru lögð saman.

Sargent er 25 ára gamall og með 28 A-landsleiki að baki fyrir Bandaríkin.
Athugasemdir
banner