Breiðablik tekur á móti Vestra klukkan 14:00 í leik sem er liður í 15. umferð Bestu deildarinnar.
Leikurinn er á milli Evrópuleikja hjá Breiðabliki og kemur viku eftir að Vestri tryggði sér í bikarúrslit í fyrsta sinn í sögu félagsins.
Búið er að opinbera byrjunarliðin.
Leikurinn er á milli Evrópuleikja hjá Breiðabliki og kemur viku eftir að Vestri tryggði sér í bikarúrslit í fyrsta sinn í sögu félagsins.
Búið er að opinbera byrjunarliðin.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 0 Vestri
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, gerir þrjár breytingar á sínu liði frá 5-0 sigrinum gegn albönsku meisturunum í Egnatia. Viktor Örn Margeirsson og Valgeir Valgeirsson eru í banni og Kristinn Jónsson tekur sér sæti á bekknum.
Inn koma Damir Muminovic í sínum fyrsta leik eftir heimkomu frá Brúnei, Kristinn Steindórsson og Kristófer Ingi Kristinsson.
Damir er í treyju númer 44 en hann er vanur að vera númer 4, en Ásgeir Helgi er í þeirri treyju þetta tímabilið. Arnór Gauti Jónsson er einnig í banni og því ekki í hóp Blika í dag.
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, gerir fjórar breytingar á sínu liði frá bikarsigrinum gegn Fram. Stór skörð eru höggvin í lið Vestra. Daði Berg Jónsson var í gær kallaður til baka til Víkings úr láni, Eiður Aron Sigurbjörnsson og Jeppe Pedersen eru í banni. Thibang Sindile Theophilius, Phete, er ekki heldur í hópnum.
Inn í lið Vestra koma þeir Vladimir Tufegdzic, Guðmundur Páll Einarsson, Emmanuel Duah og Elmar Atli Garðarsson. Sergine Fall og Kristoffer Grauberg, sem voru á bekknum gegn Fram, eru ekki í leikmannahópnum í dag. Þeir Anton Kralj og Arnór Borg Guðjohnsen, sem hafa glímt við meiðsli, eru ekki mættir til baka.
Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
9. Óli Valur Ómarsson
10. Kristinn Steindórsson
13. Anton Logi Lúðvíksson
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
21. Viktor Örn Margeirsson
23. Kristófer Ingi Kristinsson
44. Damir Muminovic
77. Tobias Thomsen
Byrjunarlið Vestri:
12. Guy Smit (m)
2. Morten Ohlsen Hansen
4. Fatai Gbadamosi
6. Gunnar Jónas Hauksson
7. Vladimir Tufegdzic
10. Diego Montiel
15. Guðmundur Arnar Svavarsson
17. Guðmundur Páll Einarsson
19. Emmanuel Duah
22. Elmar Atli Garðarsson
40. Gustav Kjeldsen
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 14 | 9 | 3 | 2 | 26 - 14 | +12 | 30 |
2. Breiðablik | 15 | 9 | 3 | 3 | 27 - 20 | +7 | 30 |
3. Valur | 14 | 8 | 3 | 3 | 37 - 19 | +18 | 27 |
4. Fram | 15 | 7 | 2 | 6 | 23 - 19 | +4 | 23 |
5. Stjarnan | 15 | 6 | 3 | 6 | 25 - 26 | -1 | 21 |
6. Vestri | 15 | 6 | 1 | 8 | 13 - 14 | -1 | 19 |
7. Afturelding | 15 | 5 | 4 | 6 | 18 - 20 | -2 | 19 |
8. FH | 15 | 5 | 3 | 7 | 25 - 20 | +5 | 18 |
9. ÍBV | 15 | 5 | 3 | 7 | 14 - 21 | -7 | 18 |
10. KR | 15 | 4 | 4 | 7 | 35 - 37 | -2 | 16 |
11. ÍA | 15 | 5 | 0 | 10 | 16 - 32 | -16 | 15 |
12. KA | 15 | 4 | 3 | 8 | 14 - 31 | -17 | 15 |
Athugasemdir