Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   lau 19. júlí 2025 16:30
Brynjar Ingi Erluson
Ekitike á bekknum hjá Frankfurt - Færist nær Liverpool
Mynd: EPA
Franski framherjinn Hugo Ekitike er að færast nær því að ganga í raðir Englandsmeistara Liverpool. Þetta segir blaðamaðurinn Fabrice Hawkins.

Liverpool lagði fram fyrsta formlega tilboðið í Ekitike fyrir helgi en það er talið hljóða upp á 70 milljónir punda.

Félögin eru að færast nær samkomulagi og vonast enska félagið til að klára viðræðurnar um helgina.

Ekitike, sem er 23 ára gamall, er spenntur að komast til Liverpool en hann hefur þegar náð samkomulagi við félagið um samning sem gildir til 2031.

Frakkinn er á bekknum hjá Eintracht Frankfurt sem er að spila æfingaleik gegn FSV Frankfurt og líklegt að það sé til að fyrirbyggja meiðsli þegar stutt er í samkomulag.

Hann verður væntanlega ekki eini framherjinn sem Liverpool mun kaupa í glugganum. Diogo Jota, framherji liðsins, lést í hræðilegu bílslysi í byrjun mánaðar og þá er Darwin Nunez orðaður við fjölmörg félög í Evrópu og Mið-Austurlöndunum.

Alexander Isak hjá Newcastle United hefur verið orðaður við Liverpool síðustu vikur, en Newcastle hefur verið skýrt með að vilja ekki selja hann í sumar. Liverpool mun þá líklega bæta við vængmanni, það er að segja ef Luis Díaz fer í glugganum. Rodrygo, leikmaður Real Madrid, er sagður efstur á blaði til að leysa Díaz af.
Athugasemdir
banner
banner