
Hlægilegt tilboð í Ederson, Man City vill heimamann og Xavi Simons gæti verið á leið í ensku úrvalsdeildina er meðal þeirra mola sem eru í Powerade-slúðurpakka dagsins.
Galatasaray hefur lagt fram 2,6 milljóna punda tilboð í Ederson (31), markvörð Manchester City og brasilíska landsliðsins. (L'Equipe)
Manchester City er á meðan að íhuga að leggja fram tilboð í James Trafford (22), markvörð Burnley. Trafford, sem kom upp í gegnum akademíu Man City, mun aðeins koma ef annað hvort Ederson eða Stefan Ortega fara í sumar. (Fabrizio Romano)
Xavi Simons (22), leikmaður RB Leipzig í Þýskalandi, vill helst semja við lið í ensku úrvalsdeildinni, en Chelsea og Arsenal eru sögð fylgjast með stöðunni. (Bild)
Kólumbíski vængmaðurinn Luis Díaz (28) hefur tjáð Liverpool að hann vilji fara til Bayern München. Liverpool hafnaði tilboði frá Bayern á dögunum. (Florian Plettenberg)
Barcelona, AC Milan, Al Hilal og Al Nassri hafa áhuga á því að fá Darwin Nunez (26) frá Liverpool. (CaughtOffside)
Juventus er að íhuga að gera leikmannaskipti við Juventus sem myndi senda Rasmus Höjlund (22) í skiptum fyrir brasilíska miðjumanninn Douglas Luiz (27). (Tuttosport)
Jose Mourinho, þjálfari Fenerbahce, hefur áhuga á því að fá Marcus Rashford (27) frá Manchester United. (T24)
Sunderland hefur náð samkomulagi við Sassuolo um kaup á franska vængmanninum Armand Lauriente (25) fyrir 17,5 milljónir punda. (Sky Sports)
Enski sóknartengiliðurinn Ethan Nwaneri (18) hefur samþykkt nýjan fimm ára samning við Arsenal. (Telegraph)
Arsenal virðist hafa óvart staðfest kaup félagsins á spænska varnarmanninum Cristhian Mosquera frá Valencia en félagið deildi óvart mynd af honum í búningnum er það kynnti komu Noni Madueke frá Chelsea. Félagið eyddi myndinni stuttu síðar. (Standard)
Tottenham hefur lagt fram fyrirspyrn til Bournemouth um úkraínska miðvörðinn Ilya Zabarnyi (22). (Talksport)
Ipswich Town er að búast við nýju og endurbættu tilboði frá Brentford í enska sóknarmanninn Omari Hutchinson (21). (Sky Sports)
Brentford hefur áhuga á Daizen Maeda (27), leikmanni Celtic og japanska landsliðsins, það er að segja ef Yoane Wissa (28) fer frá félaginu, en Wissa er orðaður við Newcastle United og Tottenham. (Teamtalk)
Norwich er nálægt því að selja bandaríska framherjann Josh Sargent (25) til Wolfsburg fyrir 21 milljón punda. (Sky Sports)
Nígeríski sóknarmaðurinn Victor Osimhen er að ganga í raðir Galatasaray í Tyrklandi eftir að félagið samþykkti nokkur skilyrði Napoli varðandi greiðslu á 75 milljóna evra kaupverði leikmannsins. (Gazzetta dello Sport)
Athugasemdir