Lærisveinar Freys Alexanderssonar í Brann töpuðu fyrir KFUM Oslo, 2-0, í norsku úrvalsdeildinni í dag.
Eggert Aron Guðmundsson byrjaði hjá Brann á meðan Sævar Atli Magnússon kom inn af bekknum í síðari hálfleik.
Bæði mörk KFUM Oslo voru skoruð á síðustu fimmtán mínútum fyrri hálfleiks.
Eivind Helland, sem hefur verið orðaður við Manchester United síðustu daga, fékk að líta rauða spjaldið í liði Brann þegar lítið var eftir af leiknum.
Brann er í öðru sæti deildarinnar með 30 stig, sex stigum frá toppliði Viking.
Ari Leifsson sá rauða spjaldið er Kolding vann Álaborg, 1-0, í 1. umferð dönsku B-deildarinnar.
Varnarmaðurinn öflugi hafði átt ágætis leik fram að rauða spjaldinu sem hann sá á 43. mínútu.
Nóel Atli Arnórsson kom inn af bekknum hjá Álaborg í síðari hálfleiknum.
Andri Lucas Guðjohnsen spilaði hálftíma í 2-1 sigri Gent á Feyenoord í æfingaleik.
Brynjólfur Andersen Willumsson er áfram sjóðandi heitur með Groningen en hann gerði eina mark liðsins í 2-1 tapi gegn NEC Nijmegen í dag. Hann hreinlega getur ekki hætt að skora á undirbúningstímabilinu!
90’ GOAL FC Groningen!
— FC Groningen (@fcgroningen) July 19, 2025
Roy Leicester geeft laag voor, en daar is nummer 10 deze voorbereiding voor Brynjólfur Willumsson! #GRONEC 1-1 pic.twitter.com/o94ZZZiTrA
Athugasemdir