Aston Villa hefur gengið frá samningaviðræðum við LASK Linz um senegalska varnarmanninn Modou Kéba Cissé en hann mun formledga ganga í raðir félagsins á næsta ári.
Cissé er 19 ára gamall miðvörður sem spilaði 10 leiki og skoraði 1 mark á fyrsta tímabili sínu með LASK.
Athletic sagði á dögunum frá því að Villa hefði náð samkomulagi við austurríska félagið um kaup á leikmanninum en kaupverðið er sagt nema um 5 milljónum punda.
Enska félagið staðfesti komu Cissé á heimasíðu sinni í dag, en tók það fram að hann muni ekki ganga í raðir félagsins fyrr en á næsta ári.
Cissé kom til LASK frá spænska félaginu Real Avila á síðasta ári og tekið miklum framförum.
Íslendingurinn Sölvi Snær Ásgeirsson er liðsfélagi Cissé hjá LASK, en hann kom til félagsins á láni frá Grindavík fyrr í þessum mánuði.
Aston Villa is pleased to announce the signing of Modou Kéba Cissé from LASK on a pre-contract agreement.
— Aston Villa (@AVFCOfficial) July 19, 2025
Athugasemdir