Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   lau 19. júlí 2025 20:56
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool býður 90 milljónir fyrir Ekitike
90 milljónir evra samsvara 78 milljónum punda, eða rétt tæpum 13 milljörðum íslenskra króna.
90 milljónir evra samsvara 78 milljónum punda, eða rétt tæpum 13 milljörðum íslenskra króna.
Mynd: EPA
Englandsmeistarar Liverpool eru búnir að leggja fram nýtt tilboð í franska framherjann Hugo Ekitike. Sky Sports greinir frá.

Nýtt tilboð hljóðar upp á 80 milljónir evra með 10 milljónir aukalega í árangurstengdar aukagreiðslur. Heildarupphæðin nemur því 90 milljónum, en talið er að Frankfurt vilji fá 100 milljónir í heildina.

Félögin eiga einnig eftir að komast að samkomulagi um greiðsludreifingu.

Liverpool leggur fram þetta tilboð eftir tvo sólarhringa við samningaborðið.

Ekitike er mjög spenntur fyrir að spila í ensku úrvalsdeildinni en Newcastle United reyndi einnig að kaupa hann fyrr í sumar, en Frankfurt hafnaði tilboði félagsins sem ákvað í kjölfarið að snúa sér að öðrum skotmörkum.

Framherjinn er búinn að gefa grænt ljós á sex ára samning hjá Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner