Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   lau 19. júlí 2025 15:44
Brynjar Ingi Erluson
Markalaust hjá Man Utd og Leeds - West Ham skoraði þrjú
Lærisveinar Amorim náðu ekki að skora gegn nýliðum Leeds
Lærisveinar Amorim náðu ekki að skora gegn nýliðum Leeds
Mynd: EPA
Manchester United og Leeds United gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust á Strawberry-leikvanginum í Solna í Svíþjóð í dag.

Ensku úrvalsdeildarliðin voru að spila fyrsta leik sinn á undirbúningstímabilinu og mikil eftirvænting.

Matheus Cunha og Diego Leon léku fyrri hálfleikinn, en þeir voru að spila sinn fyrsta leik með liðinu. Jack Fletcher, 18 ára sonur Darren Fletcher, spilaði síðustu tíu mínúturnar.

United-menn halda nú til Bandaríkjanna þar sem liðið spilar þrjá leiki gegn West Ham, Bournemouth og Everton áður en það heldur aftur til Englands.

West Ham vann Grasshoppers frá Sviss, 3-1. Andrew Irving, Callum Marshall og Lucas Paqueta skoruðu mörk West Ham.


Athugasemdir
banner
banner