Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   lau 19. júlí 2025 21:46
Ívan Guðjón Baldursson
Roma að landa Ferguson: „Here we go!"
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Sky Sports greinir frá því að Roma sé nálægt samkomulagi við Brighton um félagaskipti Evan Ferguson til Ítalíu.

Félögin eru að ræða um lánssamning með kaupmöguleika fyrir þennan tvítuga framherja sem náði sér ekki á strik á síðustu leiktíð eftir að hafa lent í erfiðum meiðslum á krossbandi sem héldu honum frá keppni í fimm mánuði.

Ferguson vakti mikla athygli á sér tímabilið 2022-23, þegar hann var 18 ára gamall og skoraði 10 mörk í 25 leikjum með aðalliði Brighton. Talið er að kaupmöguleikinn muni hljóða upp á um 40 milljónir evra.

Roma er einnig í viðræðum við Brighton um kaup á Matt O'Riley og er þar að auki að reyna við Wesley Franca og Richard Ríos sem leika báðir í brasilísku deildinni. Þá er Neil El Aynaoui á leiðinni inn frá RC Lens.

El Aynaoui er marokkóskur miðjumaður sem kostar 25 milljónir evra.

Roma réði Gian Piero Gasperini frá Atalanta sem þjálfara fyrr í sumar og hefur enn ekki lokið við neinum félagaskiptum.

Roma endaði í fimmtu deild í Serie A á síðustu leiktíð og tekur því þátt í Evrópudeildinni í haust.

Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano hefur sett „here we go!" stimpilinn sinn á félagaskipti Ferguson og El Aynaoui.
Athugasemdir
banner
banner