Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   lau 19. júlí 2025 14:30
Brynjar Ingi Erluson
Útskýrir brottför sína frá Arsenal - „Upplifði mikinn kvíða“
Mynd: EPA
Japanski varnarmaðurinn Takehiro Tomiyasu og Arsenal komust á dögunum að samkomulagi um að rifta samningi leikmannsins, en hann útskýrði brottför sína á DAZN í Japan fyrir stuttu.

Tomiyasu, sem er 26 ára gamall, glímdi við erfið meiðsli á fjórum árum sínum hjá Arsenal.

Eftir að hafa gert góða hluti með Bologna á Ítalíu hélt hann til Arsenal, en náði aðeins að spila 65 deildarleiki á Englandi.

Á síðustu leiktíð var hann frá meira og minna allt tímabilið, en hann spilaði aðeins fimm mínútur í sigri á Southampton.

Tomiyasu fundaði með Arsenal eftir tímabilið og voru allir aðilar sammála um að best væri að rifta samningnum.

„Þetta var engin skyndiákvörðun. Í fyrsta lagi vil ég að það komi skýrt fram að þetta var ekki einhliða ákvörðun að rifta samningnum og ég sagði ekki heldur beint: „Ég er farinn“.“

„Við áttum almennilegar samræður og komumst að þeirri niðurstöðu að þetta væri best fyrir mig, félagið og alla. Þannig ég fór og þetta endaði allt á vinsamlegan hátt.“

„Frá mínu sjónarhorni er þetta besta tímasetningin. Ég verð frjáls og fyrst og fremst það jákvæðasta við þessa ákvörðun er að þetta mun gefa mér tíma til að einbeita mér að endurhæfingarferlinu og að sjálfum mér.“

„Ég var þarna í fjögur ár en spilaði aðeins fimm mínútur á síðasta tímabili. Ég eyddi heilu ári í endurhæfingu og upplifði mikið stress og kvíða. Ef ég á að vera hreinskilinn þá leið mér eins og ég væri ekki lengur þarna og hugsaði með mér hvort þetta væri framtíð mín,“
sagði Tomiyasu.
Athugasemdir
banner