Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 19. ágúst 2019 19:01
Arnar Helgi Magnússon
Rússland: Hörður spilaði í tapi - Arnór ekki í hóp
Mynd: Getty Images
Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn þegar CSKA Moskva mætti Spartak Mosvku í nágrannaslag í rússnesku úrvalsdeildinni.

Arnór Sigurðsson var ekki í leikmannahópi CSKA en hann meiddist í síðasta deildarleik.

Spartak eftir tæplega klukkutíma leik en þar var að verki Samuel Gigot eftir sendingu frá Andre Schurrle. Mario Fernandes jafnaði fyrir CSKA tíu mínútum síðar. Hörður Björgvin fékk að líta gult spjald á 71. mínútu.

Sigurmark Spartak kom síðan á 79. mínútu og aftur var það Samuel Gigot sem setti boltann í netið. Lokatölur 2-1, Spartak í vil.

Nú þegar sex umferðir hafa verið spilaðar í rússnesku úrvalsdeildinni situr CSKA Moskva í áttunda sæti deildarinnar með tíu stig, fjórum stigum frá toppsætinu.
Athugasemdir
banner
banner