lau 19. september 2020 18:46
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Hamar og ÍH með góða forystu í úrslitakeppninni
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fyrstu leikirnir fóru fram í úrslitakeppni 4. deildar í dag. Þar eru átta lið mætt til leiks og keppast þau um sæti í úrslitum, þar sem tvö lið fara upp í þriðju deild.

ÍH og Hamar eru í góðum málum eftir leiki dagsins en Hafnfirðingar unnu 3-0 sigur gegn Kríu á meðan Hvergerðingar höfðu betur á útivelli gegn KH með tveimur mörkum gegn engu.

Viðureign KFR og KFS er enn opin eftir 2-1 sigur Rangæinga og þá verður áhugavert að fylgjast með seinni leik KÁ gegn Kormáki/Hvöt eftir dramatískt jafntefli þeirra í dag.

Seinni leikirnir fara fram miðvikudaginn 23. september.

ÍH 3 -0 Kría
1-0 Garðar Ingi Leifsson ('29)
2-0 Ingvar Ásbjörn Ingvarsson ('38)
3-0 Jón Már Ferro ('85)

KH 0 - 2 Hamar
0-1 Unnar Magnússon ('68)
0-2 Ingþór Björgvinsson ('78)

KÁ 2 - 2 Kormákur/Hvöt
0-1 Viktor Ingi Jónsson ('14)
0-2 Juan Carlos Dominguez Requena ('25)
1-2 Bjarki Þór Þorsteinsson ('37)
2-2 Egill Örn Atlason ('90)
Rautt spjald: Rúnar Sigurður Guðlaugsson, KÁ ('75)

KFR 2 - 1 KFS
1-0 Aron Daníel Arnalds ('47)
1-1 Hafsteinn Gísli Valdimarsson ('52, víti)
2-1 Kristinn Ásgeir Þorbergsson ('54)
Athugasemdir
banner
banner
banner