Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 19. september 2020 18:59
Ívan Guðjón Baldursson
Gary Neville: Man Utd vantar snöggan miðvörð
Ekki sneggsta miðvarðaparið.
Ekki sneggsta miðvarðaparið.
Mynd: Getty Images
Manchester United byrjaði nýtt úrvalsdeildartímabil á tapi gegn Crystal Palace og var Gary Neville, knattspyrnusérfræðingur hjá Sky Sports, ekki ánægður með sína menn.

Neville sagði Palace hafa verðskuldað sigurinn en tók skýrt fram að Rauðu djöflunum sárvantar miðvörð til að taka stöðu Victor Lindelöf í byrjunarliðinu. Svíinn gerðist sekur um slakan varnarleik nokkrum sinnum í leiknum og refsuðu gestirnir, enda urðu lokatölur 1-3.

„Solskjær verður spurður mikið út í kaupstefnu Man Utd eftir þetta tap - af hverju hafa þeir ekki keypt fleiri leikmenn? Þetta hefur verið umtalað að undanförnu, sérstaklega þar sem öll liðin í kring hafa verið að bæta við sig leikmönnum," sagði Neville.

„Það er hægt að tala endalaust um Jadon Sancho en þetta lið er ekki að fara að vinna deildarkeppnina án þess að kaupa sér nýjan miðvörð. Það vantar miðvörð sem getur hlaupið hratt og er góður maður á mann. Hann verður að vera hreyfanlegur, snöggur og ákveðinn."
Athugasemdir
banner
banner
banner