Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 19. september 2020 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
Roma vann kappið um Kumbulla (Staðfest) - Kostar 30 milljónir
Mynd: Getty Images
AS Roma vann kapphlaupið um albanska miðvörðinn Marash Kumbulla, sem er aðeins tvítugur.

Kumbulla var eftirsóttur víða um Evrópu og voru stórlið úr ensku úrvalsdeildinni orðuð við hann, þar á meðal Tottenham, Chelsea og Manchester United. Á Ítalíu var hann orðaður við félög á borð við Inter, Lazio og Napoli.

Kumbulla átti frábært tímabil með Verona á síðustu leiktíð og var gífurlega eftirsóttur í kjölfarið. Hann er genginn til liðs við Roma á lánssamningi með kaupskyldu.

Roma greiðir tæplega 30 milljónir evra í heildina fyrir varnarmanninn öfluga sem mun berjast við Juan Jesus, Federico Fazio og Gianluca Mancini um sæti í byrjunarliðinu.
Athugasemdir
banner
banner