Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 19. september 2021 14:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Eigum eftir að setjast niður og ræða málin"
Lengjudeildin
Guðlaugur Baldursson.
Guðlaugur Baldursson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Baldursson var óviss með það hvort hann myndi halda áfram sem þjálfari Þróttar er hann var spurður út í það í viðtali eftir tap gegn Þór í gær.

Þróttur leikur í 2. deild næsta sumar eftir að hafa fallið úr Lengjudeildinni í sumar.

Guðlaugur tók við Þrótti fyrir tímabilið sem var núna að klárast. Hann gat ekki svarað því hvort hann yrði áfram með liðið er hann var spurður út í það í gær.

„Við eigum eftir að setjast niður og ræða málin," sagði Guðlaugur þegar hann var spurður út í stöðuna.

Það verður áhugavert að sjá hvort Laugi verði áfram með liðið, en það mun væntanlega koma í ljós á næstu dögum. Allt viðtalið við hann má sjá hér að neðan.
Laugi: Ætlum að fara hanga á einhverju og hleypum þeim inn í leikinn
Athugasemdir
banner