Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 19. september 2021 12:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England - Byrjunarlið: Sancho átt erfitt uppdráttar
Aaron Wan-Bissaka heldur sæti sínu í byrjunarliði Manchester United fyrir leikinn gegn West Ham í dag, þrátt fyrir að hafa fengið afar klaufalegt rautt spjald í tapinu gegn Young Boys í Meistaradeildinni síðasta þriðjudag.

Ole Gunnar Solskjær byrjar með bæði Fred og Scott McTominay á miðsvæðinu og svo eru ágætis gæði fyrir framan þá.

Jadon Sancho hefur átt erfitt uppdráttar í byrjun tímabilsins og hann byrjar á bekknum í dag.

Hjá West Ham byrjar Kurt Zouma sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni fyrir West Ham. Michail Antonio er í leikbanni og fær Nikola Vlasic það verkefni að leysa hann af hólmi.

Byrjunarlið West Ham: Fabianski, Coufal, Zouma, Ogbonna, Cresswell, Rice, Soucek, Fornals, Bowen, Benrahma, Vlasic.
(Varamenn: Areola, Yarmolenko, Lanzini, Dawson, Noble, Diop, Fredericks, Masuaku, Kral)

Byrjunarlið Man Utd: De Gea, Wan-Bissaka, Varane, Maguire, Shaw, McTominay, Fred, Greenwood, Fernandes, Pogba, Ronaldo.
(Varamenn: Heaton, Bailly, Mata, Martial, Lingard, Dalot, Sancho, Matic, Van de Beek)

Brighton og Leicester eigast við á sama tíma, klukkan 13:00. Hér að neðan má sjá byrjunarliðin fyrir þann leik.

Byrjunarlið Brighton: Sanchez, Cucurella, Dunk, Duffy, Veltman, March, Bissouma, Trossard, Lallana, Maupay, Welbeck.
(Varamenn: Steele, Lamptey, Connolly, Mac Allister, Mwepu, Moder, Alzate, Richards, Burn)

Byrjunarlið Leicester: Schmeichel, Pereira, Soyuncu, Vestergaard, Bertrand, Ndidi, Tielemans, Soumare, Maddison, Barnes, Vardy.
(Varamenn: Ward, Albrighton, Iheanacho, Amartey, Choudhury, Dewsbury-Hall, Castagne, Daka, Lookman)
Athugasemdir
banner