Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
banner
   sun 19. september 2021 17:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eysteinn í skýjunum: Gulls ígildi að eiga mann sem getur tekið svona spyrnur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Joey Gibbs
Joey Gibbs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður hrikalega vel með þetta mjög erfitt og Leiknir spilar virkilega góðan fótbolta. Þeir eru búnir að taka tuttugu stig á þessum velli og að koma hérna undir smá pressu og vinna 1-0, Ég er í skýjunum með það," sagði Eysteinn Húni Hauksson, annar af þjálfari Keflavíkur, eftir sigur gegn Leikni.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  1 Keflavík

Joey Gibbs skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu. „Draumamark frá Joey, gulls ígildi að eiga mann sem getur tekið svona spyrnur. Þetta skilur oft á milli og við höfum oft kvartað yfir að 'delivery'ið' hafi oft vantað í föstum leikatriðum en það hefur batnað núna seinni part móts."

Eysteinn vildi lítið tjá sig um dómgæsluna í leiknum en það voru vafaatriði báðu megin.

Hann var skráður aðstoðarþjálfari, af hverju var það? „Ég veit það ekki, hef ekki hugmynd um það. Þú verður að spyrja einhvern annan að því."

Heyrst hafa sögur að Eysteinn muni hætta sem þjálfari Keflavíkur eftir tímabilið. Hann var spurður hvort hann verði áfram. „Ég hef verið spurður nokkrum sinnum að þessu og ég hef alltaf gefið sama svarið. Við ætlum að klára þetta mót og síðan ræðum við næsta tímabil."

Davíð Snær fékk heimskulegt gult spjald í leiknum.

„Við vorum ekki ánægðir með Davíð, hann bauð dálítið upp á þetta. Hins vegar samræmið í því hvað er verið að gefa spjöld fyrir og ekki... það er ekki spjald þegar það er sett öryggisbelti utan um menn og þeim haldið, það er ekki spjald og svo er spjald fyrir þetta. Ég veit ekki með það, skiptir engu máli."

Eysteinn var svo spurður út í lokaumferðina, leikinn við ÍA og nánar Davíð Snæ sem hefur mikið verið í umræðunni að undanförnu.
Athugasemdir
banner