Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
   sun 19. september 2021 17:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eysteinn í skýjunum: Gulls ígildi að eiga mann sem getur tekið svona spyrnur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Joey Gibbs
Joey Gibbs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður hrikalega vel með þetta mjög erfitt og Leiknir spilar virkilega góðan fótbolta. Þeir eru búnir að taka tuttugu stig á þessum velli og að koma hérna undir smá pressu og vinna 1-0, Ég er í skýjunum með það," sagði Eysteinn Húni Hauksson, annar af þjálfari Keflavíkur, eftir sigur gegn Leikni.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  1 Keflavík

Joey Gibbs skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu. „Draumamark frá Joey, gulls ígildi að eiga mann sem getur tekið svona spyrnur. Þetta skilur oft á milli og við höfum oft kvartað yfir að 'delivery'ið' hafi oft vantað í föstum leikatriðum en það hefur batnað núna seinni part móts."

Eysteinn vildi lítið tjá sig um dómgæsluna í leiknum en það voru vafaatriði báðu megin.

Hann var skráður aðstoðarþjálfari, af hverju var það? „Ég veit það ekki, hef ekki hugmynd um það. Þú verður að spyrja einhvern annan að því."

Heyrst hafa sögur að Eysteinn muni hætta sem þjálfari Keflavíkur eftir tímabilið. Hann var spurður hvort hann verði áfram. „Ég hef verið spurður nokkrum sinnum að þessu og ég hef alltaf gefið sama svarið. Við ætlum að klára þetta mót og síðan ræðum við næsta tímabil."

Davíð Snær fékk heimskulegt gult spjald í leiknum.

„Við vorum ekki ánægðir með Davíð, hann bauð dálítið upp á þetta. Hins vegar samræmið í því hvað er verið að gefa spjöld fyrir og ekki... það er ekki spjald þegar það er sett öryggisbelti utan um menn og þeim haldið, það er ekki spjald og svo er spjald fyrir þetta. Ég veit ekki með það, skiptir engu máli."

Eysteinn var svo spurður út í lokaumferðina, leikinn við ÍA og nánar Davíð Snæ sem hefur mikið verið í umræðunni að undanförnu.
Athugasemdir
banner
banner