Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   sun 19. september 2021 17:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eysteinn í skýjunum: Gulls ígildi að eiga mann sem getur tekið svona spyrnur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Joey Gibbs
Joey Gibbs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður hrikalega vel með þetta mjög erfitt og Leiknir spilar virkilega góðan fótbolta. Þeir eru búnir að taka tuttugu stig á þessum velli og að koma hérna undir smá pressu og vinna 1-0, Ég er í skýjunum með það," sagði Eysteinn Húni Hauksson, annar af þjálfari Keflavíkur, eftir sigur gegn Leikni.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  1 Keflavík

Joey Gibbs skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu. „Draumamark frá Joey, gulls ígildi að eiga mann sem getur tekið svona spyrnur. Þetta skilur oft á milli og við höfum oft kvartað yfir að 'delivery'ið' hafi oft vantað í föstum leikatriðum en það hefur batnað núna seinni part móts."

Eysteinn vildi lítið tjá sig um dómgæsluna í leiknum en það voru vafaatriði báðu megin.

Hann var skráður aðstoðarþjálfari, af hverju var það? „Ég veit það ekki, hef ekki hugmynd um það. Þú verður að spyrja einhvern annan að því."

Heyrst hafa sögur að Eysteinn muni hætta sem þjálfari Keflavíkur eftir tímabilið. Hann var spurður hvort hann verði áfram. „Ég hef verið spurður nokkrum sinnum að þessu og ég hef alltaf gefið sama svarið. Við ætlum að klára þetta mót og síðan ræðum við næsta tímabil."

Davíð Snær fékk heimskulegt gult spjald í leiknum.

„Við vorum ekki ánægðir með Davíð, hann bauð dálítið upp á þetta. Hins vegar samræmið í því hvað er verið að gefa spjöld fyrir og ekki... það er ekki spjald þegar það er sett öryggisbelti utan um menn og þeim haldið, það er ekki spjald og svo er spjald fyrir þetta. Ég veit ekki með það, skiptir engu máli."

Eysteinn var svo spurður út í lokaumferðina, leikinn við ÍA og nánar Davíð Snæ sem hefur mikið verið í umræðunni að undanförnu.
Athugasemdir
banner