Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
   sun 19. september 2021 21:57
Hafliði Breiðfjörð
Hallgrímur Mar: Vissum að Valur var að ströggla og ætluðum að keyra á þá
Hallgrímur Mar í leik fyrr í sumar.
Hallgrímur Mar í leik fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrir áhorfendur held ég að þetta hafi verið gaman, það voru færi á báða bóga, Stubbur með geggjaðar vörslur og Hannes líka með einhverjar vörslur. Þetta var geggjuð skemmtun, þetta var mjög gaman og sérstaklega því við unnum fjögur eitt," sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson leikmaður KA eftir sigur á Val í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  4 KA

„Auðvitað bjóst ég ekki við að fara á Hlíðarenda og vinna fjögur eitt, en við höfðum samt trú á að við myndum ná í sigur. Við vissum að þeir væru að ströggla og ætluðum bara að keyra á þá. Við komum hingað til að sækja þrjú stig," bætti hann við.

KA fór í þriðja sætið í deildinni með sigrinum í kvöld en ef Víkingur verður bikarmeistari þá verður þriðja sætið Evrópusæti.

„Já en það er samt mikið eftir af þessu. Við þurfum að vinna leikinn við FH í næstu viku til að halda þriðja sætinu. Svo bíðum við og sjáum hvað gerist ef Víkingur fer í úrslit. Þeir eiga leik við Vestra fyrir vestan og þeir unnu Val þar og við vitum ekki hvað getur gerst þar."

Nánar er rætt við Hallgrím Mar í spilaranum að ofan en hann ræðir þar frekar um leikinn.
Athugasemdir
banner