„Fyrir áhorfendur held ég að þetta hafi verið gaman, það voru færi á báða bóga, Stubbur með geggjaðar vörslur og Hannes líka með einhverjar vörslur. Þetta var geggjuð skemmtun, þetta var mjög gaman og sérstaklega því við unnum fjögur eitt," sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson leikmaður KA eftir sigur á Val í Pepsi Max-deildinni í kvöld.
Lestu um leikinn: Valur 1 - 4 KA
„Auðvitað bjóst ég ekki við að fara á Hlíðarenda og vinna fjögur eitt, en við höfðum samt trú á að við myndum ná í sigur. Við vissum að þeir væru að ströggla og ætluðum bara að keyra á þá. Við komum hingað til að sækja þrjú stig," bætti hann við.
KA fór í þriðja sætið í deildinni með sigrinum í kvöld en ef Víkingur verður bikarmeistari þá verður þriðja sætið Evrópusæti.
„Já en það er samt mikið eftir af þessu. Við þurfum að vinna leikinn við FH í næstu viku til að halda þriðja sætinu. Svo bíðum við og sjáum hvað gerist ef Víkingur fer í úrslit. Þeir eiga leik við Vestra fyrir vestan og þeir unnu Val þar og við vitum ekki hvað getur gerst þar."
Nánar er rætt við Hallgrím Mar í spilaranum að ofan en hann ræðir þar frekar um leikinn.
Athugasemdir