Barcelona undirbýr tilboð í Lisandro Martinez - Curtis Jones orðaður við Inter - Camavinga orðaður við Arsenal og Liverpool
Markadrottningin komin heim: Voru möguleikar úti en Breiðablik besti kosturinn
Bragi Karl: Var ekki í hlutverkinu sem ég vildi vera í
Ingi Þór: Engir grínleikmenn að spila í minni stöðu hjá ÍA
„Fór í viðræður við fullt af klúbbum"
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
   sun 19. september 2021 21:57
Hafliði Breiðfjörð
Hallgrímur Mar: Vissum að Valur var að ströggla og ætluðum að keyra á þá
Hallgrímur Mar í leik fyrr í sumar.
Hallgrímur Mar í leik fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrir áhorfendur held ég að þetta hafi verið gaman, það voru færi á báða bóga, Stubbur með geggjaðar vörslur og Hannes líka með einhverjar vörslur. Þetta var geggjuð skemmtun, þetta var mjög gaman og sérstaklega því við unnum fjögur eitt," sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson leikmaður KA eftir sigur á Val í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  4 KA

„Auðvitað bjóst ég ekki við að fara á Hlíðarenda og vinna fjögur eitt, en við höfðum samt trú á að við myndum ná í sigur. Við vissum að þeir væru að ströggla og ætluðum bara að keyra á þá. Við komum hingað til að sækja þrjú stig," bætti hann við.

KA fór í þriðja sætið í deildinni með sigrinum í kvöld en ef Víkingur verður bikarmeistari þá verður þriðja sætið Evrópusæti.

„Já en það er samt mikið eftir af þessu. Við þurfum að vinna leikinn við FH í næstu viku til að halda þriðja sætinu. Svo bíðum við og sjáum hvað gerist ef Víkingur fer í úrslit. Þeir eiga leik við Vestra fyrir vestan og þeir unnu Val þar og við vitum ekki hvað getur gerst þar."

Nánar er rætt við Hallgrím Mar í spilaranum að ofan en hann ræðir þar frekar um leikinn.
Athugasemdir