Nei við vorum ákveðnir í því að það yrði ekkert partý hérna hjá okkur sko og við ætluðum okkur að vinna leikinn og gerðum það sagði sigurreifur Pétur Viðarsson varnarmaður FH sem skoraði eina markið í leiknum gegn Breiðablik og tryggði þar með FH sigur sem kom í veg fyrir að Breiðablik myndi fagna titlinum í Kaplakrika í dag.
Lestu um leikinn: FH 1 - 0 Breiðablik
Mér fannst við loka rosalega vel á þá. Vorum búnir að kortleggja þetta vel. Davíð og Óli búnir að setja upp gott plan fyrir okkur og mér fannst skipulagið frábært.
Mennirnir á miðjunni hlupu endalaust í dag, ungu strákarnir voru frábærir og fullt af góðum strákum að koma upp og þetta er virkilega góður sigur hjá okkur í dag.
Hvernig horfði vítaspyrnudómur Blika við þér?
Bjössi á náttúrlega ekkert að vera að dansa með boltann á þessum stað þarna. Hann á bara að lúðra honum í burtu. En frá mér séð að þá tók Árni góðan snúning og Gummi sagðist hafa staðið þannig að ég veit það ekki. Mögulega víti og mögulega ekki en hann klúðraði þannig að mér er alveg sama
Nánar er rætt við Pétur í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir