Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
   fim 19. september 2024 18:20
Haraldur Örn Haraldsson
Byrjunarlið Aftureldingar og Fjölnis: Ein breyting á hvoru liði - Georg Bjarna kominn aftur í liðið
Lengjudeildin
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Leikur Aftureldingar og Fjölnis hefst á eftir klukkan 19:15. Þetta er leikur í undanúrslitum umspilsins í Lengjudeild karla. Byrjunarliðin hafa verið birt og þetta eru breytingarnar sem þjálfararnir gera á sínum liðum.


Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  1 Fjölnir

Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar gerir eina breytingu á sínu liði sem vann ÍR 3-0 í loka umferð Lengjudeildarinnar. Það Er Bjarni Páll Linnet Runólfsson sem fær sér sæti á bekknum en Georg Bjarnason kemur inn í liðið fyrir hann.

Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis gerir einnig eina breytingu á sínu liði en Fjölnir tapaði 4-0 fyrir Keflavík sínum síðasta leik. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson fær sér sæti á bekknum en Dagur Austmann kemur inn í liðið fyrir hann.


Byrjunarlið Afturelding:
24. Jökull Andrésson (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Aron Jóhannsson
10. Elmar Kári Enesson Cogic
11. Arnór Gauti Ragnarsson
16. Bjartur Bjarmi Barkarson
22. Oliver Bjerrum Jensen
23. Sigurpáll Melberg Pálsson
25. Georg Bjarnason
77. Hrannar Snær Magnússon

Byrjunarlið Fjölnir:
26. Halldór Snær Georgsson (m)
3. Reynir Haraldsson
4. Júlíus Mar Júlíusson
5. Dagur Austmann
6. Sigurvin Reynisson
7. Dagur Ingi Axelsson
9. Máni Austmann Hilmarsson
11. Jónatan Guðni Arnarsson
14. Daníel Ingvar Ingvarsson
22. Baldvin Þór Berndsen
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner