Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
banner
   fim 19. september 2024 08:50
Elvar Geir Magnússon
Schmeichel: Stemningin á Etihad alveg steindauð
Peter Schmeichel.
Peter Schmeichel.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Margir voru spenntir fyrir viðureign Manchester City og Inter í Meistaradeildinni í gær en leikurinn reyndist mikil vonbrigði. Hann endaði 0-0 eftir leiðinlegan leik.

Peter Schmeichel, einn besti markvörður sögunnar, skaut á stuðningsmenn City eftir leikinn. Hann segir að lið City hafi ekki fengið neina aðstoð frá stuðningsmönnum sínum.

„Þetta var virkilega leiðinlegur fótboltaleikur, það er leiðinlegt að segja það. Ég hrósa samt Inter í að gera vel í að stoppa Man City," sagði Schmeichel á CBS Sports.

„Ég er hrifinn af góðum fótbolta og stemningu meðal áhorfenda. Þetta var steindautt í kvöld. Etihad var algjörlega steindauður. Maður heyrði bara í stuðningsmönnum Inter. Það var ekkert andrúmsloft á Etihad í kvöld. Þetta var ekkert eins og stórt Evrópukvöld."

Schmeichel lauk ferli sínum hjá Manchester City en ljóst er að hjarta hans hallast að Manchester United, þar sem hann er goðsögn.
Athugasemdir
banner
banner
banner