Brynjólfur Willumsson fór hamförum um síðustu helgi þegar hann kom inn á sem varamaður og skoraði tvö mörk í 2-2 jafntefli Groningen gegn Feyenoord í hollensku deildinni.
Fögnin hans vöktu athygli en hann renndi sér á hnjánum eftir fyrra markið og tók dansspor eftir seinna markið.
Hann var í viðtali hjá Groningen eftir leikinn þar sem hann útskýrði dansfagnið en þar sagðist hann hafa verið að gera grín af pabba sínum, Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra Íslands.
Willum hefur verið að vekja athygli þar sem hann dansar með börnum sem glíma við sjaldgæfa sjúkdóma með því að taka dansspor með þeim en Brynjólfur sagðist vera gera grín af honum og einnig til að bera boðskapinn áfram.
Het verhaal achter de dans van Binni. ????#trotsvanhetnoorden pic.twitter.com/Wiwtm9buhU
— FC Groningen (@fcgroningen) September 16, 2024