Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 19. október 2021 15:30
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Man City í Belgíu: Ederson byrjar - Jesus á bekknum
Markvörðurinn Ederson.
Markvörðurinn Ederson.
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn Ederson er í byrjunarliði Manchester City sem mætir Club Brugge á útivelli í Meistaradeildinni klukkan 16:45.

Ederson spilaði með Brasilíu aðfaranótt föstudags og var ekki með í 2-0 sigri City gegn Burnley um liðna helgi.

Hann og sóknarmaðurinn Gabriel Jesus, sem báðir eru brasilískir landsliðsmenn, flugu beint til Belgíu. Jesus byrjar á bekknum í leiknum í dag.

Manchester City er í þriðja sæti A-riðils með þrjú stig, liðið vann RB Leipzig 6-3 en tapaði svo 2-0 gegn Paris St-Germain. Club Brugge er í öðru sæti með fjögur stig.

Byrjunarlið Club Brugge: Mignolet; Mata, Hendry, Nsoki, Sobol; Balanta, Rits, Vanaken; Sowah, De Ketelaere, Lang

Byrjunarlið Man City: Ederson; Walker, Rúben Dias, Laporte, Cancelo; Foden, Rodri, De Bruyne; Bernardo Silva, Mahrez, Grealish

Leikir dagsins í Meistaradeildinni:

CHAMPIONS LEAGUE: Group stage, Group A
16:45 Club Brugge - Man City
19:00 PSG - RB Leipzig

CHAMPIONS LEAGUE: Group stage, Group B
19:00 Porto - Milan
19:00 Atletico Madrid - Liverpool

CHAMPIONS LEAGUE: Group stage, Group C
16:45 Besiktas - Sporting
19:00 Ajax - Dortmund

CHAMPIONS LEAGUE: Group stage, Group D
19:00 Inter - Sherif
19:00 Shakhtar D - Real Madrid
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner