Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. nóvember 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir í dag - U21 heimsækir England
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cutrone er partur af sterku U21 liði Ítala.
Cutrone er partur af sterku U21 liði Ítala.
Mynd: Getty Images
Það eru nokkrir æfingaleikir á dagskrá í dag og mætir íslenska U21 landsliðið til leiks gegn sterku liði Englands.

Strákarnir töpuðu 3-0 gegn Ítalíu í undankeppni EM U21 árs landsliða um helgina þrátt fyrir að hafa átt mjög góðan fyrri hálfleik. Englendingar eru með fullt hús stiga í undankeppni U21.

Japan mætir þá Venesúela í æfingaleik á meðan Brasilía á leik við Suður-Kóreu en gengi Brasilíu hefur verið slakt í síðustu æfingaleikjum. Brassar eru búnir að gera þrjú jafntefli og tapa tveimur af síðustu fimm leikjum sínum eftir að hafa borið sigurorð á heimavelli í Suður-Ameríkubikarnum í júlí.

Leikir dagsins:
10:25 Japan - Venesúela
13:30 Brasilía - Suður-Kórea
16:30 Sádí-Arabía - Paragvæ
17:00 Svartfjallaland - Hvíta-Rússland
17:00 Króatía - Georgía
19:00 England U21 - Ísland U21

Þá eru tveir leikir á dagskrá í íslenska undanriðlinum fyrir EM U21. Ítalir taka á móti Armenum, sem eru aðeins með þrjú stig, á meðan Írar eiga hörkuleik við Svía.

Írar eru á toppinum, með 13 stig eftir 6 umferðir, á meðan Svíar eru með 6 stig eftir 3 umferðir.

Undankeppni EM U21 í dag:
17:30 Ítalía - Armenía
20:00 Írland - Svíþjóð

A-riðill:
1. Írland 6 leikir 13 stig
2. Ítalía 4 leikir 10 stig
3. Ísland 5 leikir 9 stig
4. Svíþjóð 3 leikir 6 stig
5. Armenía 5 leikir 3 stig
6. Lúxemborg 5 leikir 0 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner