Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 19. nóvember 2020 18:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ef þú vilt eitthvað nógu mikið þá gerir þú allt sem í þínu valdi stendur"
Einbeittu þér að því sem þú getur stjórnað. Oliver með fyrirliðabandið á lokamóti U17 ára landsliða í fyrra.
Einbeittu þér að því sem þú getur stjórnað. Oliver með fyrirliðabandið á lokamóti U17 ára landsliða í fyrra.
Mynd: Getty Images
Sama hvaða hindranir reyna að stoppa þig þá þýðir ekkert að væla yfir þeim heldur þarf að sigrast á þeim og halda áfram.
Sama hvaða hindranir reyna að stoppa þig þá þýðir ekkert að væla yfir þeim heldur þarf að sigrast á þeim og halda áfram.
Mynd: Getty Images
Sama hvaða hindranir reyna að stoppa þig þá þýðir ekkert að væla yfir þeim heldur þarf að sigrast á þeim og halda áfram.
Sama hvaða hindranir reyna að stoppa þig þá þýðir ekkert að væla yfir þeim heldur þarf að sigrast á þeim og halda áfram.
Mynd: Getty Images
Andri sagði Oliver vera mest óþolandi andstæðing.
Andri sagði Oliver vera mest óþolandi andstæðing.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamaðurinn Oliver Stefánsson er á mála hjá IFK Norrköping. Hann er átján ára gamall og var fyrirliði U17 ára landsliðsins sem fór alla leið í lokakeppni EM sem haldið var á Írlandi í maí í fyrra.

Frá því móti hefur Oliver glímt við meiðsli. Hann sagði frá því fyrir ári síðan að hann hefði farið í aðgerð á mjöðm. „Eftir fimm mánuði af meiðslum og endurhæfingu var loksins komist að því hvað væri að mjöðminni minni. Það var ákveðið að ég þyrfti aðgerð. Ég fór í aðgerðina í morgun og læknarnir segja að hún hafi gengið mjög vel. Því miður verð ég frá í sex mánuði, en ég mun koma sterkari til baka en nokkru sinni fyrr," skrifaði Oliver þá á Instagram.

Ef allt hefði gengið upp eins og áætlað var hefði Oliver verið farinn að spila í maí á þessu ári en sú varð ekki raunin. Fótbolti.net hafði samband við Oliver og spurði hann út í stöðuna á sér.

„Þetta er búinn að vera þvílíkur rússíbani þar sem þetta áttu að vera 4-6 mánuðir en er komið núna í ellefu mánuði og ég ekki ennþá orðinn alveg heill. Stefnan er sett á að ég verði í 100% formi á næsta tímabili (sem hefst eftir áramót). Ég er þessa dagana að vinna mikið einn með einkaþjálfara sem vonandi hjálpar," sagði Oliver.

Gat æft en ekki gengið heim eftir æfingu
Hvernig lýsa þessi meiðsli sér?

„Í fyrra eftir mótið í Írlandi reyndi ég að æfa af og til þangað til það gekk ekki lengur út af sársauka. Þá fór ég til Stokkhólms í rannsóknir og myndatökur og þá kemur í ljós að sársaukinn á uppruna djúpt inn í mjöðminni og ljóst að ég þyrfti að fara í aðgerð. Ég komst ekki strax í aðgerðina þar sem sá sem átti að skera mig upp var nýfarinn í landsliðsverkefni með sænska landsliðinu. Ég þurfti þess vegna að bíða í dágóðan tíma áður en ég fór svo í aðgerðina í lok nóvember. Aðgerðin gekk svo mjög vel."

„Allt gekk vel í endurhæfingunni þar til ég átti að fara út á völl. Þá fann ég að það gekk ekki að tengja saman æfingar, ég gat alveg klárað 1-2 æfingar en svo kom verkur. Í kjölfarið hef ég farið til mismunandi styrktarþjálfara til að reyna styrkja svæðið í kringum mjöðmina og hef verið í því núna í tæpt ár. Þetta hefur tekið talsvert lengri tíma en maður bjóst við."


Fann Oliver til á æfingunum sjálfum eða eftir þær?

„Það er eitt af því sem var mjög sérstakt, ég gat æft heila æfingu án þess að finna fyrir verk í mjöðminni en svo þegar ég ætlaði að labba heim þá bara gat ég ekki labbað út af sársauka í mjöðminni."

Loksins verkjalaus
Oliver sagði hér að ofan að hann væri ekki orðinn alveg heill. Hvernig er staðan á honum í dag?

„Núna hef ég verið alveg verkjalaus í 2-3 vikur svo ég held og vona að þessu ferli sé að ljúka og maður geti komið sér aftur í gang. Svona er boltinn og það þýðir ekkert að væla yfir svona hlutum."

Einbeittu þér að því sem þú getur stjórnað
Hvernig hefur Oliver náð að halda haus í gegnum þetta meiðslaferli? Hefur hann fengið einhverja utanaðkomandi aðstoð með andlega þáttinn?

„Það er mjög mikið talað um andlega þáttinn nú til dags en ef ég á að vera hreinskilinn þá finn ég ekkert svo mikið fyrir þessu andlega. Ég kannski læt kannsi þessi góðu ummæl fylgja með sem ég heyrði frá góðum vini mínum þegar ég gekk í gegnum þetta ferli: „focus on what you can control” (i. einbeittu þér að því sem þú getur stjórnað)."

„Ég lít á þetta sem eina af mörgum hindrunum sem maður þarf að sigrast á og ef eitthvað er þá er ég sáttur með að þessi mjaðmameiðsli komu á þessum tímapunkti, meðan ég er svona ungur. Það er sagt að það sé mikið erfiðara að glíma við þessi meiðsli þegar maður er eldri."

„Auðvitað hafa samt mamma og pabbi hjálpað mér og alltaf verið til staðar en fyrst og fremst snýst þetta bara um að ef þú vilt eitthvað nógu mikið þá gerir þú allt sem í þínu valdi stendur til að ná settu marki. Sama hvaða hindranir reyna að stoppa þig þá þýðir ekkert að væla yfir þeim heldur þarf að sigrast á þeim og halda áfram."


Svarar skoti Andra Fannars
Andri Fannar Baldursson sagði Oliver vera mest óþolandi andstæðing sem hann hefði mætt þegar Andri var spurður í 'hinni hliðinni' fyrr á árinu.

Er eitthvað til í þessu hjá Andra Fannari?

„Haha, það er bæði já og nei. Ég s.s. væli ekkert yfir öðrum leikmönnum og hvað þeir gera við mig heldur meira þegar brotið er á mínum samherjum eða það er ekki dæmt á eitthvað sem er augljóst brot. Ég s.s. kvarta yfir dómgæslunni þegar mér finnst hún ósanngjörn."

„Ég er alveg á því að dómarar megi fá gagngrýni eins og allir aðrir og finnst þeir eigi alveg að geta tekið því. Maður er bara aðeins að halda þeim á tánum, sjá til þess að þeir geri þetta almennilega en þeir dæma nú oftast rétt. Það er bara í hita leiksins sem maður er stundum ósáttur með eitthvað sem maður svo fattar eftir leik að hafi verið rétt hjá dómaranum,"
sagði Oliver.
Athugasemdir
banner
banner