Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. janúar 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Neville skilur ekki af hverju Woodward er ennþá hjá Man Utd
Ekki sáttur.
Ekki sáttur.
Mynd: Getty Images
Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, segist ekki skilja í því af hverju Ed Woodward sé ennþá að sjá um leikmannamálin hjá Manchester United. Neville er ekki skemmt yfir gegn Manchester United og hann tjáði sig eftir 2-0 tapið gegn Liverpool í gær.

„Ég trúi ekki að þú endir með þetta lið inni á vellinum miðað við fjárfestingarnar sem hafa verið lagðar í liðið síðustu 5-7 árin," sagði Neville eftir leikinn í gær.

„Ég sá tölfræði fyrir tveimur vikum að United sé með næsthæsta launakostnað í heimi og þetta er hópurinn sem við höfum. Þetta er ófyrirgefanlegt."

„Ég get ekki breytt eignarhaldi Manchester United, enginn getur það. Ég á hins vegar í vandræðum með að skilja að eigendurnir haldi áfram að treysta stjórnendunum til að sjá um að byggja upp lið til að vinna ensku úrvalsdeildina eftir að Sir Alex Ferguson fór."

„Ef þú missir ekki starfið eftir að hafa stýrt þessum fjárfestingum, launakostnaði og að stilla upp svona liði, þá er eitthvað virkilega mikið að,"
sagði Neville.
Athugasemdir
banner
banner
banner