banner
   mán 20. janúar 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Pardew reynir að blása falldrauginn í burtu
Mynd: Getty Images
Alan Pardew, fyrrum stjóri Newcastle, West Ham og Crystal Palace, var fyrir áramót ráðinn þjálfari Ado Den Haag í hollensku úrvalsdeildinni en hann á að hjálpa liðinu í fallbaráttunni þar í landi.

Pardew fékk Chris Powell, fyrrum stjóra Charlton, með sér til Hollands sem aðstoðarmann.

Í gær vann Ado Den Haag sinn fyrsta leik síðan í október og klifraði um leið upp úr fallsæti en liðið lagði RKC Waalwijk 2-0.

Stuðningsmenn liðsins voru með risaborða í stúkunni í gær með myndum af Pardew og Powell í stíl við bíómyndina Ghostbusters frá árinu 1984.

Á borðanum var síðan texti þar sem stóð „falldraugurinn" og „Who you gonna call?" í anda Ghostbusters en stuðningsmenn Ado Den Haag vonast til að Pardew og Powell nái að blása falldrauginn í burtu.

Athugasemdir
banner
banner
banner