Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 20. janúar 2021 22:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Belgía: Ari Freyr og félagar töpuðu fyrir toppliðinu
Ari Freyr Skúlason.
Ari Freyr Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason spilaði 87 mínútur þegar Oostende tapaði fyrir Club Brugge í belgísku úrvalsdeildinni í kvöld.

Íslendingaliði tókst að ná forystunni í leiknum þegar Clinton Mata skoraði sjálfsmark á 14. mínútu.

Ostende tókst hins vegar ekki að halda forystunni mjög lengi. Hollenski sóknarmaðurinn Bas Dost jafnaði fyrir Club Brugge á 38. mínútu og stuttu eftir leikhlé höfðu heimamenn snúið leiknum sér í vil og tekið forystuna.

Ari var tekinn af velli undir lokin en Oostende náði ekki að jafna metin og voru lokatölur 2-1 fyrir Club Brugge sem er á toppi deildarinnar. Ari Freyr og félagar sitja í sjöunda sæti.
Athugasemdir
banner
banner