Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
   mið 20. janúar 2021 17:04
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Man City og Aston Villa: Barkley og Foden byrja
Það eru tveir leikir í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Fyrri viðureignin er leikur Manchester City og Aston Villa sem hefst klukkan 18.

Aymeric Laporte og Sergio Aguero eru enn fjarverandi hjá City en Aguero er að missa af sínum fjórða leik þar sem hann er í sóttkví eftir að smit kom upp í fjölskyldu hans.

Þetta er fyrsti leikur aðalliðs Aston Villa síðan á nýársdag en hópsmit kom upp á æfingasvæðinu og fresta þurfti leikjum liðsins.

Ross Barkley hefur verið á meiðslalistanum í tvo mánuði en er mættur aftur og byrjar í kvöld.

Manchester City hefur krækt í 25 stig af 27 mögulegum með John Stones í liðinu á þessu tímabili. Stones skoraði tvö í 4-0 sigri liðsins gegn Crystal Palace um síðustu helgi. Hann leikur sinn 150. leik fyrir City í kvöld.

City er á rosalegu skriði og hefur farið í gegnum fimmtán leiki í öllum keppnum án þess að tapa.

Phil Foden byrjar hjá City en Gabriel Jesus er meðal varamanna.

Byrjunarlið Man City: Ederson; Cancelo, Stones, Rúben Dias, Walker; De Bruyne, Rodri, Gündogan; Sterling, Foden, Bernardo Silva.

Byrjunarlið Aston Villa: Martínez; Cash, Konsa, Mings, Targett; McGinn, Douglas Luiz; Traoré, Barkley, Grealish; Watkins.



Leikir kvöldsins:
18:00 Man City - Aston Villa
20:15 Fulham - Man Utd


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner