Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mið 20. janúar 2021 22:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalski Ofurbikarinn: Fyrsti titill Pirlo sem stjóra Juventus
Juventus 2 - 0 Napoli
1-0 Cristiano Ronaldo ('64)
2-0 Alvaro Morata ('95)

Ítalíumeistarar Juventus höfðu betur gegn bikarmeisturum Napoli í leiknum um ítalska Ofurbikarinn í kvöld.

Þetta var hörkuleikur og miðað við tölfræðina nokkuð jafnfræði með liðinum. Það var hins vegar Juventus sem fór heim með bikarinn.

Portúgalska ofurstjarnan Cristiano Ronaldo skoraði fyrra mark Juventus á 64. mínútu og seint í uppbótartímanum skoraði Alvaro Morata.

Lokatölur 2-0 fyrir Juventus og er þetta fyrsti titill Andrea Pirlo sem knattspyrnustjóra. Það hefur ekki gengið rosalega vel í ítölsku úrvalsdeildinni þar sem liðið er sjö stigum frá toppliðunum tveimur, Mílanóliðunum, og þetta er því væntanlega kærkomið fyrir hann og liðið.
Athugasemdir
banner