Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 20. janúar 2021 09:12
Elvar Geir Magnússon
Heimild: 433.is 
Talið ólíklegt að Kolbeinn hafi áhuga á að snúa til Íslands núna
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Talið er ólíklegt að sóknarmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson hafi áhuga á því að snúa heim til Íslands á þessum tímapunkti. Þetta kemur fram í frétt 433.is um málefni Kolbeins.

Víkingur Reykjavík, uppeldisfélag Kolbeins, vill fá hann í sínar raðir og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari liðsins, hefur rætt við leikmanninn reynslumikla.

Kolbeinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna meiðsla en hann var síðast hjá AIK í Svíþjóð en er laus allra mála hjá félaginu.

Félög í næst efstu deild í Tyrklandi hafa víst áhuga á Kolbeini og mögulegt að það verði hans næsta skref á ferlinum.

Kolbeinn, sem er þrítugur, er ásamt Eiði Smára Guðjohnsen markahæsti leikmaður Íslands frá upphafi með 26 mörk með landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner