Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 20. janúar 2022 15:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Böddi til Trelleborg (Staðfest) - „Með góð lungu"
Mynd: Trelleborg
Vinstri bakvörðurinn Böðvar Böðvarsson er genginn í raðir sænska félagsins Trelleborg.

Félagið greinir frá þessu á heimasíðu sinni og kemur fram að hann skrifar undir tveggja ára samning. Böddi kemur frá Helsingborg þar sem hann lék á síðasta tímabili.

Böddi, sem er 26 ára gamall, er uppalinn hjá FH og á að baki fimm A-landsleiki.

Trelleborg endaði í sjöunda sæti sænsku B-deildarinnar á síðasta tímabili.

„Í Böðvari fáum við hæfileikaríkan bakvörð sem er góður varnarlega, með mikinn leikskilning og sigurhugarfar. Hann er reynslumikill, á að baki landsleiki og veit hvað þarf til að fara upp úr Superettan," sagði Salif Camara Jönsson íþróttastjóri Trelleborg.

Böðvar segist sjálfur vilja þróa sinn sóknarleik og er spenntur fyrir því að halda áfram sínum ferli í Svíþjóð. „Ég er með góð lungu svo vonandi munu áhorfendur sjá mig hlaupa meðfram hliðarlínunni oft á komandi tímabili," sagði Böðvar.

Sjá einnig:
Böddi Löpp með toppstykkið í lagi - „Grillaður og skemmtilegur"
Valur hefur rætt við Böðvar
Sagður hafa fundað með Val - „Markmiðið er að vera úti"
„Kom mér á óvart að þeir vildu ekki koma með tilboð"
Athugasemdir
banner
banner