Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 20. janúar 2023 11:34
Elvar Geir Magnússon
Dani Alves yfirheyrður - Sakaður um kynferðisofbeldi
Dani Alves heldur fram sakleysi sínu.
Dani Alves heldur fram sakleysi sínu.
Mynd: Getty Images
Brasilíski landsliðsmaðurinn Dani Alves, fyrrum leikmaður Barcelona, gaf sig fram við lögreglu en hann hefur verið ákærður fyrir kynferðisofbeldi.

Alves verður 40 ára í maí en hann varð í desember elsti leikmaður sem hefur spilað fyrir Brasilíu á HM.

Alves spilar í dag fyrir Pumas í Mexíkó en hann var mættur til Barcelona í kringum jól og áramót til að vera viðstaddur útför tengdamóður sinnar.

Þann 30. desember skellti hann sér út á lífið á hina vinsælu Carrer Tuset þar sem nóg er af næturklúbbum og öðrum freistingum.

Kona sakar hann um kynferðisofbeldi sem á að hafa átt sér stað inni á salerni Sutton næturklúbbsins.

Alves mætti á morgun sjálfur á Les Corts lögreglustöðuna og var svo fylgt þaðan í lögreglubíl. Hann ræddi áður við fjölmiðlamenn og heldur fram sakleysi sínu.

„Já ég var á þessum skemmtistað með fleira fólki, við vorum að skvetta úr klaufunum. Fólk sem þekkir mig vita að ég elska að dansa. Ég var að dansa og njóta mín. Ég veit ekki hvaða kona þetta er og hef ekki gert neitt af mér," segir Alves.

Alves og kona að nafni Joana Sanz hafa verið í sambandi síðan 2017.
Athugasemdir
banner
banner