Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 20. febrúar 2020 09:34
Magnús Már Einarsson
Milot Rashica til Liverpool í sumar?
Powerade
Milot Rashica er orðaður við Liverpool.
Milot Rashica er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru með fullt af kjaftasögum fyrir sumarið.



Salomon Rondon, framherji Dalian í Kína, segir að Manchester United hafi reynt að fá sig í lok janúargluggans. (AS)

Manchester United vonast til að fá Jadon Sancho (19) frá Borussia Dortmund í sumar en félagið verður að ná sæti í Meistaradeildinni til að leikmaðurinn skoði þann möguleika. (Sky Sports)

Timo Werner (23) framherji RB Leipzig segist vera stoltur af því að vera orðaður við Liverpool en hann sé mögulega ekki tilbúinn í að ganga til liðs við besta félag í heimi. (Metro)

LA Galaxy hefur hringt í Lionel Messi (32) en félagið vill fá hann frá Barcelona. (Express)

Messi segir furulega hluti í gangi hjá Barcelona en félagið er sakað um að hafa ráðið samfélagsmiðlafyrirtæki til að gagnrýna frammistöðu leikmanna. (Mail)

Aðrar fréttir segja að Messi líti á Barcelona á heimili sitt og hann sé ekki að fara neitt. (ESPN)

Juventus vill fá Gabriel Jesus (22) framherja Manchester City og Mauro Icardi (27) framherja PSG. (Tuttosport)

Verðmiði Manchester United á Paul Pogba (26) þýðir að félagið er að skoða að fá frekar Thiago Alcantara (28) frá Bayern Munchen. (Mail)

Liverpool ætlar að reyna að fá Milot Rashica (23) miðjumann Werder Bremen en hann er með riftunarverð upp á 31,5 milljón punda í samningi sínum. (Mirror)

Arsenal hefur áhuga á Jonathan Tah (24) varnarmann Bayer Leverkusen en hann má fara á 33,4 milljónir punda í sumar. (Bild)

Kai Havertz (20) miðjumaður Leverkusen, verður mögulega seldur í sumar en hann er á óskalista Liverpool. (Goal)

Arsenal, Everton og Leicester eru á meðal sjö félaga sem vilja fá kanadíska framherjann Jonathan David (20). (Sun)

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segist hafa tekið Matteo Guendouzi (20) út úr hóp gegn Newcastle vegna slæmrar hegðunar hans í æfingaferð í Dubai í vetrarfríinu. (Mirror)

Inter ætlar að reyna að fá Dries Mertens (32) frá Napoli í sumar. (Calciomercato)
Athugasemdir
banner
banner