Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
   lau 20. febrúar 2021 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
England: Jafnt hjá Southampton og Chelsea
Southampton 1 - 1 Chelsea
1-0 Takumi Minamino ('33)
1-1 Mason Mount ('54, víti)

Southampton og Chelsea mættust í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og fór leikurinn rólega af stað. Chelsea var með yfirhöndina en Takumi Minamino kom heimamönnum yfir á 33. mínútu, gegn gangi leiksins.

Chelsea hélt áfram að vera betra liðið á vellinum og varði Alex McCarthy vel fyrir leikhlé og hélt stöðunni í 1-0 fyrir Southampton.

Gestirnir héldu áfram að sækja og fengu vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik. Mason Mount skoraði af vítapunktinum og staðan orðin jöfn.

Bæði lið fengu færi til að skora en inn vildi boltinn ekki. Reece James fékk líklega besta færið á lokakaflanum en bakvörðurinn skaut yfir af stuttu færi.

Þessi leikur batt enda á hrikalega langa taphrinu Southampton sem er um miðja deild. Chelsea er í fjórða sæti með 43 stig eftir 25 umferðir.

Southampton á næst leik við Leeds United. Chelsea spilar næst stórleik við Manchester United.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 14 10 3 1 27 7 +20 33
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Aston Villa 14 8 3 3 20 14 +6 27
4 Chelsea 14 7 3 4 25 15 +10 24
5 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
6 Sunderland 14 6 5 3 18 14 +4 23
7 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
8 Liverpool 14 7 1 6 21 21 0 22
9 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
10 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
13 Brentford 14 6 1 7 21 22 -1 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 14 4 3 7 14 22 -8 15
17 Leeds 14 4 2 8 16 26 -10 14
18 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
19 Burnley 14 3 1 10 15 28 -13 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner