fös 20. mars 2020 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Mikael Ellertsson (Spal)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri 'óþolandi' Kjartansson.
Orri 'óþolandi' Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael vill fá Má Ægisson til Ítalíu.
Mikael vill fá Má Ægisson til Ítalíu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birta Georgs.
Birta Georgs.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Róbert Orri Þorkelsson.
Róbert Orri Þorkelsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Egill Ellertsson var sumarið 2018 seldur frá Fram til SPAL á Ítalíu.

Fótbolti.net vildi kynna Mikael fyrir lesendum og hér sýnir hann hina hliðina sína.

Fullt nafn: Mikael Egill Ellertsson

Gælunafn: Mikki, Mikeari, Mike

Aldur: 18 ára

Hjúskaparstaða: Á föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Ég spilaði minn fyrsta leik í æfingaleik árið 2017, 30 nóvember á móti Leikni.

Uppáhalds drykkur: Fanta exotic

Uppáhalds matsölustaður: Mandi

Hvernig bíl áttu: Ég á ekki bíl

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Ég horfi ekki á mikið af þáttum

Uppáhalds tónlistarmaður: Aron Can og Travis Scott

Fyndnasti Íslendingurinn: Væntanlega Steindi Jr

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Oreo, Hockey pulver og kökudeig

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Buon compleanno Mikkel Un abbraccio forte sem þýðir Til hamingju með afmælið, eitt stórt faðmlag

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Ég myndi aldrei spila fyrir KR held ég

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Sebastiano Esposito í Inter

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Ég get ekki valið á milli þriggja kónga Lalli Gré, Villi og Zeljko

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Mest óþolandi leikmaður er Orri (Hrafn Kjartansson) það er ekki hægt að taka boltann af honum.

Sætasti sigurinn: Unnum 2-1 á móti Torino í play offs í fyrra og ég skoraði 2 mörk. Eitt var í uppótartíma og við komumst áfram

Mestu vonbrigðin: Að hafa ekki náð bílprófinu í fyrsta var helvíti fúll eftir það.

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr íslensku liði í þitt lið: Már Ægisson

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Ætli lilli bro sé ekki næstur. Markús Páll / Birta Georgsdóttir

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Róbert Orri Þorkelsson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Birta Georgsdóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Það er sænski, hann Oscar

Uppáhalds staður á Íslandi: Básar í Grafarholti

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Í landsleik á móti Gíbraltar, þá var einn leikmaður hjá þeim alltaf að spurja mig hvort ég vildi skipta um skó í miðjum leik.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Ég hlusta á tónlist

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Horfi stundum á Nba og handbolta

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Náttúrufræði

Vandræðalegasta augnablik: Það hefur ekkert gerst neitt þannig

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Myndi taka Andra Fannar, Jökull Andrés og Óliver Stef. Þeir eru allir góðir að elda.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Markahæsti leikmaður í Reykjavikurmóti 4 flokks frá upphafi

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju:

Hverju laugstu síðast: Að ég væri buinn að læra

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Alltaf upphitun

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Morgunmatur, hádegismatur, 2-3 tíma æfingar svo er bara chill restina af deginum, menn eru mikið í playstation og læra.
Athugasemdir
banner
banner
banner