Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 20. mars 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Jóhann Már velur draumalið Chelsea
John Terry er í liðinu.
John Terry er í liðinu.
Mynd: Getty Images
Jóhann Már Helgason (til vinstri).
Jóhann Már Helgason (til vinstri).
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dan Petrescu er í liðinu.
Dan Petrescu er í liðinu.
Mynd: Getty Images
Frank Lampard og Claude Makelele eru á miðjunni.
Frank Lampard og Claude Makelele eru á miðjunni.
Mynd: Getty Images
Arjen Robben er í liðinu.
Arjen Robben er í liðinu.
Mynd: Getty Images
Didier Drogba er frammi.
Didier Drogba er frammi.
Mynd: Getty Images
Þar sem enginn fótbolti er í gangi á Englandi þessa dagana þá er tilvalið að líta aðeins um öxl. Fótbolti.net fékk Jóhann Má Helgason, stuðningsmann Chelsea, til að velja úrvalslið leikmanna sem hafa spilað með liðinu í gegnum tíðina.

Sjá einnig:
Kristján Atli velur druamalið Liverpool
Kristján Óli velur druamalið Liverpool
Siggi Helga velur draumalið Manchester City

„Uppistaðan í þessu liði eru leikmenn voru upp á sitt besta á árunum 2004-2012 en á þessum árum vann Chelsea ensku Úrvalsdeildina þrisvar sinnum og þess að vinna Meistaradeildina ásamt nánast öllum öðrum titlum sem í boði voru. Notast verður við leikaðferðina 4-3-3 en liðið lék iðulega í þeirri taktík á þessum árum," segir Jóhann Már.Markmaður – Petr Cech: Enginn annar sem kemur til greina, Cech er að mínu mati besti markvörður í sögu Úrvalsdeildarinnar og tölfræðin bakkar það upp. Fékk aðeins á sig 15 mörk tímabilið 2004/05 sem er met sem seint verður slegið. Hann á einnig metið yfir hæsta prósentuhlutfall yfir varin skot, en tímabilið 2006/07 varði hann 91,3% skota sem hann fékk á sig – geri aðrir betur!

Hægri bakvörður – Dan Petrescu: Þetta er líklega svona “wild-cardið” í þessu liði sem kemur eflaust einhverjum í opna skjöldu. En Rúmeninn Petrescu var frábær hægri bakvörður hjá Chelsea frá 1995-2000. Hann var mjög sókndjarfur og myndi smellpassa inn í nútíma fótbolta, hann var hálfpartinn á undan sinni samtíð sem bakvörður. Það sést best að hann skoraði heil átta mörk tímabilið 1997/98. Bæði Branislav Ivanovic og Cesar Azpilicueta komu báðir sterklega til greina hérna.

Vinstri bakvörður – Ashley Cole: Þegar Ashley Cole var upp á sitt besta var hann einn allra besti bakvörður í heimi. Það sem gerði Cole að heimsklassa leikmanni var stöðugleikinn, hann átti sárafáa slaka leiki og var með þennan óbilandi sigurvilja. Hann var líka með þetta frábæra jafnvægi sem bakvörður, þ.e. hann var mjög góður varnarlega en einnig stórhættulegur fram á við.

Miðvörður – John Terry: Líklega auðveldasta valið og fyrsta nafnið á leikskýrsluna. Terry væri fyrirliðinn i þessu liði. Fyrir mér er Terry einn allra besti varnarmaður sinnar kynslóðar. Hann vann allt með Chelsea og var liðinu gríðarlega mikilvægur í gegnum öll þjálfaraskiptin og hamaganginn sem oft hefur einkennt Chelsea Football Club. Það segir sitt að hann var valinn í heimslið FIFA fimm ár í röð og þrisvar sinnum valinn varnarmaður ársins af UEFA. Captain – Leader – Legend hjá Chelsea.

Miðvörður – Ricardo Carvalho: „Ricci“, eins og hann er jafnan kallaður, var stórkostlegur varnarmaður fyrir Chelsea á árunum 2004-2010. Hraði og ákefð Carvalho gerðu það að verkum að hann var hinn fullkominn til að spila við hlið Terry – saman mynduðu þeir eitt besta miðvarðarpar í Evrópu. Carvalho kunni líka öll brögðin í bókinni og var feykilega góður í því að fara í taugarnar á andstæðingnum.

Miðja – Claude Makelele: Það eru ekki margir leikmenn sem standa sig svo vel í tiltekinni leikstöðu að staðan er svo nefnd eftir þeim. Enn þann dag í dag er talað um „The Makelele role“ en það var á þessum árum frá 2003 -2008 sem Makelele spilaði nær óaðfinnanlega með Chelsea. Honum tókst aðeins að skora 2 mörk í 217 leikjum en það var þessi ósýnilega vinna sem hann innti af hendi sem gerði aðra leikmenn í kringum sig betri.

Miðja – Frank Lampard: Líklega er Frank Lampard besti leikmaður í sögu Chelsea. 211 mörk í 648 leikjum talar sínu máli, sérstaklega þar sem Lampard lék sem miðjumaður. Þegar fólk talar um Lampard sem leikmann er mest rætt um mörkin sem hann skoraði en fyrir mér gleymist oft að ræða hversu öflugur hann var varnarlega – Lampard spilaði aldrei sem framliggjandi miðjumaður, hann var iðulega á miðri miðjunni og var gríðarlega stöðugur. Einn allra besti miðjumaður Englands frá upphafi.

Fremstur á miðju – Gianfranco Zola: Ein erfiðasta staðan að velja var þriðja staðan á miðjuna en þar voru margir til kallaðir eins og Essien, Gullit, Ballack, Fabregas og Mata. En Zola verður fyrir valinu. Maður fær það einhvernveginn á tilfinninguna að Zola gæti spilað fótbolta með bundið fyrir augun og bara spjarað sig vel. Hann hefur þetta sjötta skilningarvit inni á vellinum og kom með gríðarleg gæði inn í Chelsea liðið á sínum tíma. Hann spilaði líka fótbolta með bros á vör og fór aldrei í neina fýlu. Ásamt Hazard eitt mesta „talent“ sem spilað hefur fyrir Chelsea.

Hægri vængur – Arjen Robben: Þegar Robben kom til Chelsea árið 2004, aðeins tvítugur að aldri, kom hann eins og stormsveipur inn í ensku Úrvalsdeildina. Hann smellpassaði inn í leikstíl Jose Mourinho og saman mynduðu hann og Damien Duff baneitrað vængmannapar sem gerðu lítið annað en að hræða líftóruna úr bakvörðum ensku Úrvalsdeildarinnar. Robben fór of snemma frá Chelsea og var framan af of mikið meiddur en þetta er líklega einn hæfileikaríkasti leikmaður í sögu Chelsea sem spilaði lykilhlutverk í tveimur Englandsmeistaratitlum félagsins.

Vinstri vægnur – Eden Hazard: Einn mesti skemmtikraftur sem fyrirfinnst inni á fótboltavellinum og leikmaður sem hefur þennan sjaldgæfa X-factor. Spilaði heil sjö tímabil með Chelsea og var á þeim tíma óumdeildi besti leikmaður liðsins. Hazard skildi eftir sig stórt skarð og hafa mínir menn saknað hans mikið á þessu tímabili en síðasta tímbilið hans með Chelsea var eitt það besta þar sem hann kom beint að helmingi marka Chelsea í ensku Úrvalsdeildinni. Einn af fimm bestu leikmönnum í sögu Chelsea að mínu mati. PS. Hazard er mikill húmoristi utan vallar, mæli með þessu stutta myndbroti af Youtube.

Framherji – Didier Drogba: Þetta val ætti ekki að koma neinum á óvart. Drogba var kannski ekki mesti markaskorarinn en hann vann alltaf gríðarlega vel fyrir liðið og átti yfirleitt sína bestu leiki í stóru leikjunum, hæfileiki sem afar fáir knattspyrnumenn geta státað af. Hann lagði það líka í vana sinn að skora reglulega gegn Arsenal, eitthvað sem alltaf gladdi okkur stuðningsmennina. Drogba var líka góður í taka andstæðingana á taugum með allskonar bellibrögðum. Að lokum átti Drogba hvað stærstan þátt í sigrinum á FC Bayern í Meistaradeildinni árið 2012 – kvöld sem enginn stuðningsmaður Chelsea mun nokkurtíma gleyma.
Athugasemdir
banner
banner