Dalvík/Reynir hefur nælt í króatískan hafsentinn Toni Tipuric en hann mun leika með liðinu í 2. deild í sumar.
Hann þekkir vel til Íslands en hann lék með Njarðvík í 1. deild árið 2019. Þar lék hann 17 leiki og skoraði eitt mark, þá lék hann þrjá leiki í bikarnum.
Hann hefur undanfarið verið að spila í 1. deild í Króatíu.
„Toni er mikill leiðtogi og sterkur karakter. Við bjóðum Toni velkominn," segir í tilkynningu frá Dalvík/Reyni.
Dalvík/Reynir er nýliði í 2. deild eftir að hafa hafnað í 2. sæti í 3. deild síðasta sumar.
Athugasemdir