Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   mán 20. mars 2023 11:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dregur í efa að Liverpool muni kaupa Bellingham
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: Getty Images
David Ornstein, einn áreiðanlegasti íþróttafréttamaður Bretlandseyja, dregur það í vafa í dag að Liverpool muni takast að kaupa Jude Bellingham í sumar.

Bellingham, sem verður tvítugur í sumar, er einn eftirsóttasti leikmaður í heiminum.

Hann er á mála hjá Borussia Dortmund í Þýskalandi og er þar samningsbundinn til 2025. Það er ekkert riftunarverð í samningi hans í sumar og verður verðmiðinn á honum ansi hár.

Ornstein segir í grein sinn fyrir The Athletic að Dortmund hafi ekki áhuga á því að selja hann og sé aðeins tilbúið að gera það fyrir risa verð. Það verður því mikil áskorun að kaupa hann og það sé ólíklegt að Liverpool takist að sigra þá áskorun.

Hann hefur mest verið orðaður við Liverpool af öllum félögum og Jurgen Klopp, stjóri liðsins, er mikill aðdáandi Bellingham. En önnur félög eru með meira fjármagn á milli handanna og Liverpool er ekki sagt spennt fyrir því að taka þátt í kaupstríði um leikmanninn.

Heimildarmenn Ornstein segja Manchester City og Real Madrid í betri stöðu en það er ekkert útilokað enn. Liverpool þarf að styrkja hóp sinn á fleiri stöðum og það dregur líka úr líkum þess að Bellingham verði leikmaður liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner