Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 20. apríl 2021 15:00
Magnús Már Einarsson
Víðir Þorvarðar í KFS (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kantmaðurinn Víðir Þorvarðarson hefur gengið til liðs við KFS fyrir átökin í 3. deildinni í sumar.

Víðir er uppalinn hjá ÍBV og hefur leikið með liðinu lengst af á ferli sínum. Eftir síðasta tímabil rifti ÍBV samningi við hann.

Víðir er 28 ára gamall og lék sína fyrstu leiki í meistaraflokki með liði KFS sumarið 2009. Hann hélt í Stjörnuna fyrir tímabilið 2010 og var þar í tvö tímabil. Þá sneri hann heim til Eyja og lék með ÍBV í fjögur tímabil.

Hann lék með Fylki sumarið 2016 og sumarið 2017, ásamt fyrri hluta sumarsins 2018, lék hann með Þrótti. Svo sneri hann aftur til Vestmannaeyja.

KFS fór upp úr 4. deildinni í fyrra en liðið mætir Einherja í fyrsta leik í 3. deildinni þann 8. maí næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner