Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   lau 20. apríl 2024 12:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola elskar að mæta Pochettino - „Lærir alltaf eitthvað nýtt"
Mynd: Getty Images

Manchester City og Chelsea eigast við í undanúrslitum enska bikarsins í dag. Pep Guardiola er spenntur að mæta Mauricio Pochettino.


Chelsea hefur ekki gengið vel í deildinni og situr í 9. sæti en fór alla leið í úrslit deildabikarsins og gefst tækifæri á að komast í úrslit enska bikarsins með sigri á Man City í dag.

Guardiola hrósaði Pochettino í aðdraganda leiksins.

„Það verður frábært að hitta Mauricio Pochettino aftur. Ég elska að spila gegn honum, maður lærir alltaf eitthvað nýtt gegn liðunum hans," sagði Guardiola.

„Það eru svo margir toppklassa stjórar á Englandi og hann er klárlega einn af þeim. Chelsea verður miklu betra undir hans stjórn."

Liðin mætast á Wembley klukkan 16:15 í dag en Man Utd og Coventry mætast í seinni undanúrslitaleiknum á morgun.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner