Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   lau 20. apríl 2024 22:11
Brynjar Ingi Erluson
Mikilvægur sigur hjá Gumma Tóta - Lærisveinar Túfa unnu
Gummi Tóta er að gera vel hjá OFI Crete
Gummi Tóta er að gera vel hjá OFI Crete
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Þórarinsson og hans menn í gríska liðinu OFI Crete unnu mikilvægan 2-1 sigur á Volos í fallriðli úrvalsdeildarinnar í dag.

Landsliðsmaðurinn lék allan leikinn í vængbakverði hjá Crete sem er nú sex stigum fyrir ofan fallsæti þegar fimm leikir eru eftir af deildinni.

Samúel Kári Friðjónsson var allan tímann á bekknum í 2-1 tapi Atromitos gegn Kifisia. Ögmundur Kristinsson var ekki í hópnum hjá Kifisia, sem er í næst neðsta sæti með 28 stig.

Hólmbert Aron Friðjónsson var á bekknum hjá Holsten Kiel sem vann Hamburger SV, 1-0, í þýsku B-deildinni. Holsten Kiel er á toppnum með fjögurra stiga forystu þegar fjórar umferðir eru eftir.

Bjarki Steinn BJarkason lék allan leikinn í 2-1 sigri Venezia á Lecco í ítölsku B-deildinni. Mikael Egill Ellertsson var allan tímann á bekknum hjá Venezia sem er í 3. sæti deildarinnar með 64 stig.

Davíð Snær Jóhannsson var í byrjunarliðinu hjá Álasundi sem tapaði fyrir Egersund, 3-1, í norsku B-deildinni. Álasund er með 4 stig eftir fjóra leiki.

Stefan Alexander Ljubicic spilaði þá allan leikinn hjá Skövde AIK sem vann annan leik sinn í sænsku B-deildinni á tímabilinu. Liðið lagði Trelleborg að velli, 1-0. Srdjan Tufegdzic er þjálfari Skövde, sem er með 7 stig eftir fjóra leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner