Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Kjaftæðið - Föstudagsgír og Tufa tekur við Varnamo
Kjaftæðið - Alvöru hiti í Pepsi Max studio-inu!
Hugarburðarbolti GW 16 Mr.Handsome
Enski boltinn - Hvað ertu eiginlega að tala um?
Uppbótartíminn - Ein sú besta kveður sviðið, kraftröðun og slúður
Útvarpsþátturinn - Óli Jó og er hægt að bæta Bestu?
Kolbeinn Þórðar: Algjört heillaskref og nánast fullkomið fyrir mig
Enski boltinn - Salah fór í viðtal og ótrúleg upprisa Aston Villa
Hugarburðarbolti GW 15 Mo Salah fékk rauða spjaldið !
Kjaftæðið - Salah má fara, Slot má fara en Jónatan fer ekkert!
Útvarpsþátturinn - Óvænt tíðindi úr Eyjum og Hlíðarendafundur
Kjaftæðið - Amorim veit ekkert hvað hann er að gera
Kjaftæðið - Slot henti Salah á bekkinn og Chelsea frábærir!
Hugarburðarbolti GW 13 Norska stórslysið !
Enski boltinn - Jafnt á Brúnni, ruglað rautt og yfirlýsing í fyrramálið?
Útvarpsþátturinn - Væntingar í Krikanum og Rúnar Kristins
Kjaftæðið - Albert Hafsteins fékk að lofsama Arsenal
Hugarburðarbolti GW 12 47 ára bið lokið og versta free hit sögunnar!
Kjaftæðið - Amorim og Slot í alvöru brekku
Enski boltinn - Hrein hörmung hjá Liverpool, Man Utd og Tottenham
   mán 20. maí 2013 07:00
Elvar Geir Magnússon
Upptaka - Hannes Þór: Draumur að hafa Baldur í sínu liði
Mynd: Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR-ingar eru eina liðið sem er með fullt hús að loknum þremur umferðum í Pepsi-deildinni. Í dag klukkan 17 mæta þeir ÍBV í Vestmannaeyjum.

Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR, var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn og hægt er að hlusta á það í spilaranum hér að ofan.

„Við erum að fara í mjög strembið verkefni. Þau gerast ekki mikið stærri verkefnin í þessari deild en að fara til Vestmannaeyja og spila við lið sem er fullt af sjálfstrausti. Við búum okkur undir hörkuslag," segir Hannes.

„Það er greinilega mikil stemning í liðinu og þetta er kannski ekki besti tíminn til að mæta þeim. Þeir eru duglegir, pressa út um alla völl og eru vinnusamir. Það er erfitt að mæta þessu liði."

„Þetta mót hefur farið frábærlega af stað fyrir okkur og við gætum ekki verið ánægðari með þetta. Fullt hús og mikil hamingja í Vesturbænum. Þetta er mjög jákvætt frá okkar sjónarhorni. Þetta lítur út fyrir að ætla að vera mjög spennandi sumar."

KR hefur aðeins fengið á sig eitt mark til þessa.

„Þetta hefur verið mjög sannfærandi hjá okkur. Varnarlínan hefur staðið sig vel en ekki síður miðjumennirnir. Það skapar oft stöðugleika í varnarleik að miðjumennirnir séu duglegir að styðja vörnina. Jónas (Guðni Sævarsson) og Baldur (Sigurðsson) hafa verið að vinna mjög gott starf. Ég er ánægður með að Jónas hafi fengið smá viðurkenningu eftir síðasta leik því hann hefur spilað frábærlega og vinnur þessa vinnu sem oft er talað um að menn fái ekki „kredit" fyrir. Hann á allt hrós skilið," segir Hannes.

Baldur Sigurðsson hefur skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum og er Hannes ánægður með að hafa svona öflugan leikmann í sínu liði.

„Hann er toppleikmaður og hefur verið á þvílíku skriði. Allt er að ganga upp hjá honum og hann stefnir bara á gullskóinn. Hann bæði skorar mörk og vinnur mikla varnarvinnu. Þetta er algjör draumaleikmaður að hafa í sínu liði."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir