Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. maí 2019 10:35
Elvar Geir Magnússon
Guardiola: Þrennan ekki nóg
Pep Guardiola, stjóri City.
Pep Guardiola, stjóri City.
Mynd: Getty Images
Manchester City verður á endanum dæmt á hvernig liðinu gekk í Meistaradeildinni, þrátt fyrir þrennuna mögnuðu sem liðið vann á tímabilinu.

Þetta viðurkennir Pep Guardiola, stjóri City.

City vann 6-0 sigur gegn Watford í úrslitaleik enska FA-bikarsins en liðið hefur einnig unnið Englandsmeistaratitilinn og Carabao deildabikarinn á þessu tímabili.

„Ég hef sagt það áður að ég sé meðvitaður um að þegar upp verður staðið verðum við dæmdir á því hvort við unnum Meistaradeildina," segir Guardiola.

„Þetta verður ekki talið nóg þar til við höfum unnið keppnina. Ég veit hvaða væntingar og kröfur eru gerðar til mín."

„Það er frábært að ná stigameti og vinna ensku bikarkeppninnar en það er enn erfiðara að vinna Meistaradeildina því þar eru svo mörg góð lið. Keppnin er krefjandi en við viljum vinna hana."
Athugasemdir
banner
banner
banner