Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 20. maí 2020 19:11
Ívan Guðjón Baldursson
Giroud framlengir við Chelsea (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Chelsea er búið að tilkynna að argentínski markvörðurinn Willy Caballero og franski sóknarmaðurinn Olivier Giroud verða áfram hjá félaginu út næstu leiktíð.

Chelsea virkjaði ákvæði í samningi Caballero til að framlengja samninginn. Caballero er 38 ára gamall og var að veita Kepa Arrizabalaga alvöru samkeppni um markvarðarstöðuna hjá Chelsea áður en enski boltinn var stöðvaður.

Giroud verður 34 ára í september og er kominn með 3 mörk í 13 leikjum fyrir Chelsea á leiktíðinni. Hann var orðaður við félög víðs vegar um Evrópu, þar sem hann sagðist vilja spiltíma til að komast á EM með Frakklandi á næsta ári, en hefur nú bundið enda á þær sögusagnir.

Chelsea er í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar, með 48 stig eftir 29 umferðir á fyrsta tímabili Frank Lampard við stjórnvölinn. Manchester United er í fimmta sæti með 45 stig.

Samningar kantmannanna Pedro og Willian renna út eftir rúman mánuð og ólíklegt að þeir framlengi. Þó er líklegt að þeir samþykki báðir að spila fyrir Chelsea út tímabilið.




Athugasemdir
banner
banner
banner