Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 20. maí 2020 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalska deildin verður að klárast fyrir 20. ágúst
Mynd: Getty Images
Ítalska knattspyrnusambandið staðfesti fyrr í kvöld að næsta knattspyrnutímabil muni hefjast 1. september.

Núverandi deildartímabili þarf því að ljúka fyrir 20. ágúst, sem skilur félög eftir með tíu daga undirbúning.

Það eru tólf umferðir eftir af ítalska deildartímabilinu sem getur ekki farið af stað fyrr en í fyrsta lagi um miðjan júní, ef allt gengur að óskum.

Knattspyrnusambandið tók einnig fram að stefnt er að því að klára allar deildir í ítalska boltanum fyrir 20. ágúst.

Neðri deildir gætu verið kláraðar með umspili og sama staða gæti einnig komið upp í Serie A. Ef stöðva þarf deildartímabilið aftur vegna veirunnar þá segir knattspyrnusambandið að leiktíðin verði kláruð með umspili.

Ef ekki verður hægt að klára með umspili verður notað sérstakt kerfi til að reikna út stig og úrskurða lokaniðurstöðu deildanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner