mið 20. maí 2020 13:30
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari toppliðs heimslistans framlengir
Roberto Martínez á Laugardalsvelli.
Roberto Martínez á Laugardalsvelli.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Belgíu, hefur framlengt samning sinn og verður við stjórnvölinn út HM 2022.

Spánverjinn var áður stjóri Everton, Wigan og Swansea en hann tók við Belgum 2016. Samningur hans átti að renna út eftir EM alls staðar.

Næsta HM verður í Katar í nóvember og desember 2022.

Belgía vann bronsið á HM 2018 í Rússlandi og er sem stendur á toppi FIFA listans. Liðið vann alla tíu leiki sína í undankeppni EM.

Liðið er í B-riðli á EM með Danmörku, Finnlandi og Rússlandi.

Belgíska knattspyrnusambandið tilkynnti um nýjan samning Roberto Martínez með skemmtilegum hætti. Birt var myndband af stjörnuleikmanninum Eden Hazard að spila tölvuleik þegar hann fær fréttirnar af samningnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner