Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 20. maí 2021 18:23
Brynjar Ingi Erluson
Danmörk: OB náði í sigurmark undir lokin
Mynd: Getty Images
OB vann Lyngby 2-1 í fallriðli dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld en sigurmark OB kom þegar sex mínútu voru eftir af venjulegum leiktíma.

Aron Elís Þrándarson var í byrjunarliði OB og spilaði allan leikinn en Sveinn Aron Guðjohnsen kom inná sem varamaður þegar níu mínútur voru eftir af leiknum. Frederik Schram var á bekknum hjá Lyngby.

Staðan var 1-1 þegar Sveinn Aron og Emmanuel Sabbi komu inn á völlinn en aðeins þremur mínútum síðar gerði Sabbi sigurmarkið.

OB er þriðja sæti riðilsins með 40 stig fyrir lokaumferðina, fjórum stigum á eftir toppliði SönderjyskE en Lyngby er fallið niður í B-deildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner