Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fös 20. maí 2022 22:28
Daníel Smári Magnússon
Láki: Eftir 2-3 ár þá verður þetta svakalega flott lið
Lengjudeildin
Stefndi í óefni, en Þorlákur gat brosað í leikslok eftir mikla dramatík.
Stefndi í óefni, en Þorlákur gat brosað í leikslok eftir mikla dramatík.
Mynd: Palli Jóh / thorsport

„Mér fannst Grindvíkingarnir aðeins ofan á í baráttu í fyrri hálfleik, en annars bara jafn fyrri hálfleikur. Svo fannst mér nú bara einstefna í seinni hálfleik. Við spiluðum mjög vel, en vantaði aðeins herslumuninn á síðasta þriðjung. Þeir blokkeruðu alveg ótal skot og vörðust gríðarlega vel. Maður hélt að þetta ætlaði aldrei að koma, en við tókum 88. mínútu á móti Kórdrengjum og þetta var hrikalega sætt,'' sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs, eftir dramatískt 1-1 jafntefli gegn Grindavík í Lengjudeild karla í kvöld.


Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Grindavík

Það virtist sitja smá í Þórsliðinu að hafa fengið skell í Grafarvogi gegn Fjölni og liðið varð undir í baráttunni í fyrri hálfleik í kvöld. 

„Við áttum mjög slakan dag í síðustu umferð og erum búnir að vera að reyna að vinna í því að ná liðinu bara upp andlega eftir það og ég er bara hrikalega stoltur af liðinu og þegar menn halda áfram að þá dettur þetta oftast fyrir þig eins og það gerði þarna í lokin.''

Þorlákur er talsvert sáttari en kollegi sinn í Grindavík með jafnteflið og þrátt fyrir að hafa viljað sigur að þá minnir hann á að liðið er ungt og í mótun.

„Auðvitað var þetta leikur sem að við vildum vinna og við viljum vinna alla leiki, en að sama skapi þá vitum við alveg að liðið er í mótun og við ætlum að vinna með þetta lið næstu 2-3 árin. Það munu koma einhverjir leikir þar sem að við munum spila illa og tapa og menn munu gera mistök en það skiptir bara engu máli. Eftir 2-3 þá verður þetta svakalega flott lið.''


Athugasemdir
banner