Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   fös 20. maí 2022 22:28
Daníel Smári Magnússon
Láki: Eftir 2-3 ár þá verður þetta svakalega flott lið
Lengjudeildin
Stefndi í óefni, en Þorlákur gat brosað í leikslok eftir mikla dramatík.
Stefndi í óefni, en Þorlákur gat brosað í leikslok eftir mikla dramatík.
Mynd: Palli Jóh / thorsport

„Mér fannst Grindvíkingarnir aðeins ofan á í baráttu í fyrri hálfleik, en annars bara jafn fyrri hálfleikur. Svo fannst mér nú bara einstefna í seinni hálfleik. Við spiluðum mjög vel, en vantaði aðeins herslumuninn á síðasta þriðjung. Þeir blokkeruðu alveg ótal skot og vörðust gríðarlega vel. Maður hélt að þetta ætlaði aldrei að koma, en við tókum 88. mínútu á móti Kórdrengjum og þetta var hrikalega sætt,'' sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs, eftir dramatískt 1-1 jafntefli gegn Grindavík í Lengjudeild karla í kvöld.


Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Grindavík

Það virtist sitja smá í Þórsliðinu að hafa fengið skell í Grafarvogi gegn Fjölni og liðið varð undir í baráttunni í fyrri hálfleik í kvöld. 

„Við áttum mjög slakan dag í síðustu umferð og erum búnir að vera að reyna að vinna í því að ná liðinu bara upp andlega eftir það og ég er bara hrikalega stoltur af liðinu og þegar menn halda áfram að þá dettur þetta oftast fyrir þig eins og það gerði þarna í lokin.''

Þorlákur er talsvert sáttari en kollegi sinn í Grindavík með jafnteflið og þrátt fyrir að hafa viljað sigur að þá minnir hann á að liðið er ungt og í mótun.

„Auðvitað var þetta leikur sem að við vildum vinna og við viljum vinna alla leiki, en að sama skapi þá vitum við alveg að liðið er í mótun og við ætlum að vinna með þetta lið næstu 2-3 árin. Það munu koma einhverjir leikir þar sem að við munum spila illa og tapa og menn munu gera mistök en það skiptir bara engu máli. Eftir 2-3 þá verður þetta svakalega flott lið.''


Athugasemdir
banner