Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
banner
   sun 20. júní 2021 19:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar Grétars: Þurfum að skoða hvort Stubbur taki víti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA tapaði gegn Val með einu marki gegn engu á Dalvíkurvelli í dag. Arnar Grétarsson þjálfari KA var að vonum svekktur eftir leikinn.

Lestu um leikinn: KA 0 -  1 Valur

KA menn byrjuðu af krafti en náðu ekki að nýta færin sín

.,Þetta er svekkjandi. Tvö góð lið að spila og við byrjum aðeins betur en Valur, en það sem skilur á milli í leikjum að nýta færin, við fengum svo sannarlega færin til að skora í þessum leik. Þeir fengu líka færi eftir föst leikatriði."

Valsmenn komu sterkari inn í síðari hálfleikinn að mati Arnars.

„Í seinni hálfleik þá fannst mér Valsmenn vera sterkari. Fá víti en Stubbur gerir vel þar. Þar er sofandaháttur, kemur upp úr innkasti þar sem við köstum á mann sem er sofandi og Arnór Smára fær boltann og sendir hann í gegn."

„Það sem er enn meira svekkjandi er hvernig markið kom. Að Patrick Pedersen hafi skorað á fjarstöng. Það var búið að ræða það vel fyrir leik að hann droppar alltaf á fjær að vera vakandi fyrir því."

KA klikkaði á tveimur vítaspyrnum í dag og hafa þeir því klúðrað fjórum vítaspyrnum í röð. Stubbur, markvörður liðsins hefur lýst yfir áhuga á að taka víti. Mun hann taka það næsta?

„Við þurfum að skoða það. Ég er ekki farinn að hugsa um það hver tekur víti. Auðvitað er gríðarlega svekkjandi að vera búnir að klúðra fjórum vítum það telur. Við hefðum geta farið með eitt mark yfir í hálfleik, þá hefðum við verið með svolítið breyttan leik."
Athugasemdir
banner
banner