Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   sun 20. júní 2021 19:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar Grétars: Þurfum að skoða hvort Stubbur taki víti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA tapaði gegn Val með einu marki gegn engu á Dalvíkurvelli í dag. Arnar Grétarsson þjálfari KA var að vonum svekktur eftir leikinn.

Lestu um leikinn: KA 0 -  1 Valur

KA menn byrjuðu af krafti en náðu ekki að nýta færin sín

.,Þetta er svekkjandi. Tvö góð lið að spila og við byrjum aðeins betur en Valur, en það sem skilur á milli í leikjum að nýta færin, við fengum svo sannarlega færin til að skora í þessum leik. Þeir fengu líka færi eftir föst leikatriði."

Valsmenn komu sterkari inn í síðari hálfleikinn að mati Arnars.

„Í seinni hálfleik þá fannst mér Valsmenn vera sterkari. Fá víti en Stubbur gerir vel þar. Þar er sofandaháttur, kemur upp úr innkasti þar sem við köstum á mann sem er sofandi og Arnór Smára fær boltann og sendir hann í gegn."

„Það sem er enn meira svekkjandi er hvernig markið kom. Að Patrick Pedersen hafi skorað á fjarstöng. Það var búið að ræða það vel fyrir leik að hann droppar alltaf á fjær að vera vakandi fyrir því."

KA klikkaði á tveimur vítaspyrnum í dag og hafa þeir því klúðrað fjórum vítaspyrnum í röð. Stubbur, markvörður liðsins hefur lýst yfir áhuga á að taka víti. Mun hann taka það næsta?

„Við þurfum að skoða það. Ég er ekki farinn að hugsa um það hver tekur víti. Auðvitað er gríðarlega svekkjandi að vera búnir að klúðra fjórum vítum það telur. Við hefðum geta farið með eitt mark yfir í hálfleik, þá hefðum við verið með svolítið breyttan leik."
Athugasemdir
banner